Handbolti

Strákarnir með tvo sigra í Portúgal eftir auðvelt verkefni gegn Japan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Andri er þjálfari U21-árs landsliðsins.
Einar Andri er þjálfari U21-árs landsliðsins. vísir/bára
Íslenska U21 árs landsliðið í handbolta lenti ekki í miklum vandræðum með Japan er liðin mættust á æfingamóti í Portúgal í dag. Lokatölur 28-16.

Mótið er mikilvægur þáttur í undirbúningi liðsins fyrir HM á Spáni sem hefst um miðjan júní.

Staðan var jöfn 1-1 og síðan ekki söguna meir. Ísland komst í 9-2 og var svo fimm mörkum yfir í hálfleik, 12-7.

Íslensku strákarnir stigu enn frekar á bensíngjöfina í síðari hálfleik og allir fengu að spreyta sig.

Munurinn varð mest fjórtán mörk en lokatölurnar urðu svo tólf marka sigur Íslands, 28-16.

Ísland hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína en liðið mætir heimamönnum í Portúgal í síðasta leik mótsins á morgun.

Markahæstir voru Orri Freyr Þorkelsson með sex mörk og Bjarni Ófeigur Valdimarsson með fjögur. Þeir leika með Hafnarfjarðarliðunum; Orri með Haukum og Bjarni með FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×