Handbolti

Strákarnir með tvo sigra í Portúgal eftir auðvelt verkefni gegn Japan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Andri er þjálfari U21-árs landsliðsins.
Einar Andri er þjálfari U21-árs landsliðsins. vísir/bára

Íslenska U21 árs landsliðið í handbolta lenti ekki í miklum vandræðum með Japan er liðin mættust á æfingamóti í Portúgal í dag. Lokatölur 28-16.

Mótið er mikilvægur þáttur í undirbúningi liðsins fyrir HM á Spáni sem hefst um miðjan júní.

Staðan var jöfn 1-1 og síðan ekki söguna meir. Ísland komst í 9-2 og var svo fimm mörkum yfir í hálfleik, 12-7.

Íslensku strákarnir stigu enn frekar á bensíngjöfina í síðari hálfleik og allir fengu að spreyta sig.

Munurinn varð mest fjórtán mörk en lokatölurnar urðu svo tólf marka sigur Íslands, 28-16.

Ísland hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína en liðið mætir heimamönnum í Portúgal í síðasta leik mótsins á morgun.

Markahæstir voru Orri Freyr Þorkelsson með sex mörk og Bjarni Ófeigur Valdimarsson með fjögur. Þeir leika með Hafnarfjarðarliðunum; Orri með Haukum og Bjarni með FH.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.