Mögru árin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. júní 2019 07:00 Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. Draumurinn var ráðinn á þann veg að eftir sjö ára góðæri kæmi sjö ára alvarleg niðursveifla. Skilaboð sögunnar eru þau að til að gera erfiðu árin ögn bærilegri eigi að sýna ráðdeild á uppgangstímum og leggja til hliðar fyrir mögru árin. Íslendingar voru undrafljótir að jafna sig á efnahagshruni og hafa undanfarin ár búið við mikið góðæri. Í óhóflegri bjartsýni hafa einhverjir þeirra lifað eins og góðærið myndi vara alla tíð og virðist brugðið þegar í ljós kemur að svo muni ekki verða. Samdráttur setur þá úr jafnvægi og fyrir bregður ólundarsvip við tilhugsunina um að gróðinn verði minni en áður. Þetta á sérstaklega við í ferðaþjónustunni. Þegar gróskan var þar hvað mest var veinað yfir hugmyndum um að ferðaþjónustan greiddi sitt til samfélagsins í formi skatta. Ferðaþjónustan var sögð ofurviðkvæm grein sem ætti að njóta alls kyns fríðinda. Á þessu var tekið mark og ferðaþjónustan hefur ekki verið skattlögð eins og ástæða er til. Hún hefur hvað eftir annað verið staðin að okri en rekur upp skaðræðisvein ef einhverjir gera athugasemdir við það. Græðgishugsun hefur verið í forgrunni en fyrirhyggju ekki gætt að sama skapi. Þetta á ekki einungis við í ferðaþjónustu þótt hún sé hér tekin sem dæmi. Hið sama á við ýmsa aðra, eins og til dæmis fjárfesta og aðra peningagutta sem vilja planta sem flestum lúxusíbúðum og lúxushótelum út um allar trissur, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur, og gera sjálfkrafa ráð fyrir að anna ekki eftirspurn. Þar á bæ var gengið út frá því að góðu árin séu komin til að vera. Nú blasir samdráttur við og erfitt er að sjá fyrir sér að lúxushúsnæðið fyllist. Það mun standa á sínum stað, sem eins konar minnismerki um oflátungshátt og veruleikafirringu. Nokkuð sem íslenskur almenningur sá ótal dæmi um á árunum fyrir hrun og hélt að myndi ekki endurtaka sig í bráð. Þrátt fyrir samdrátt og niðursveiflu munu Íslendingar áfram búa við velsæld þótt hún verði ekki jafn mikil og síðustu ár. Einu einstaklingarnir sem hafa raunverulega ástæðu til að kvarta eru öryrkjar og það launafólk sem býr við lægstu launin og nær engan veginn endum saman. Lítt er hugað að þessum hópi, stundum er eins og viðhorfið sé að hann hafi kallað þetta hlutskipti yfir sig og verði að vinna sig út úr því á eigin spýtur. Það er hægara sagt en gert í þjóðfélagi þar sem fólk á leigumarkaði er fast í vítahring. Megnið af tekjunum fer í svívirðilega háa húsaleigu og ekkert er afgangs til að leggja fyrir. Þetta fólk á ekki nein sérstaklega góð ár heldur endalausa röð af mögrum árum þar sem það reynir að skrimta. Það á að setja hag þessa fólks í forgang, ekki hag þeirra sem vilja græða sem mest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. Draumurinn var ráðinn á þann veg að eftir sjö ára góðæri kæmi sjö ára alvarleg niðursveifla. Skilaboð sögunnar eru þau að til að gera erfiðu árin ögn bærilegri eigi að sýna ráðdeild á uppgangstímum og leggja til hliðar fyrir mögru árin. Íslendingar voru undrafljótir að jafna sig á efnahagshruni og hafa undanfarin ár búið við mikið góðæri. Í óhóflegri bjartsýni hafa einhverjir þeirra lifað eins og góðærið myndi vara alla tíð og virðist brugðið þegar í ljós kemur að svo muni ekki verða. Samdráttur setur þá úr jafnvægi og fyrir bregður ólundarsvip við tilhugsunina um að gróðinn verði minni en áður. Þetta á sérstaklega við í ferðaþjónustunni. Þegar gróskan var þar hvað mest var veinað yfir hugmyndum um að ferðaþjónustan greiddi sitt til samfélagsins í formi skatta. Ferðaþjónustan var sögð ofurviðkvæm grein sem ætti að njóta alls kyns fríðinda. Á þessu var tekið mark og ferðaþjónustan hefur ekki verið skattlögð eins og ástæða er til. Hún hefur hvað eftir annað verið staðin að okri en rekur upp skaðræðisvein ef einhverjir gera athugasemdir við það. Græðgishugsun hefur verið í forgrunni en fyrirhyggju ekki gætt að sama skapi. Þetta á ekki einungis við í ferðaþjónustu þótt hún sé hér tekin sem dæmi. Hið sama á við ýmsa aðra, eins og til dæmis fjárfesta og aðra peningagutta sem vilja planta sem flestum lúxusíbúðum og lúxushótelum út um allar trissur, ekki síst í miðbæ Reykjavíkur, og gera sjálfkrafa ráð fyrir að anna ekki eftirspurn. Þar á bæ var gengið út frá því að góðu árin séu komin til að vera. Nú blasir samdráttur við og erfitt er að sjá fyrir sér að lúxushúsnæðið fyllist. Það mun standa á sínum stað, sem eins konar minnismerki um oflátungshátt og veruleikafirringu. Nokkuð sem íslenskur almenningur sá ótal dæmi um á árunum fyrir hrun og hélt að myndi ekki endurtaka sig í bráð. Þrátt fyrir samdrátt og niðursveiflu munu Íslendingar áfram búa við velsæld þótt hún verði ekki jafn mikil og síðustu ár. Einu einstaklingarnir sem hafa raunverulega ástæðu til að kvarta eru öryrkjar og það launafólk sem býr við lægstu launin og nær engan veginn endum saman. Lítt er hugað að þessum hópi, stundum er eins og viðhorfið sé að hann hafi kallað þetta hlutskipti yfir sig og verði að vinna sig út úr því á eigin spýtur. Það er hægara sagt en gert í þjóðfélagi þar sem fólk á leigumarkaði er fast í vítahring. Megnið af tekjunum fer í svívirðilega háa húsaleigu og ekkert er afgangs til að leggja fyrir. Þetta fólk á ekki nein sérstaklega góð ár heldur endalausa röð af mögrum árum þar sem það reynir að skrimta. Það á að setja hag þessa fólks í forgang, ekki hag þeirra sem vilja græða sem mest.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun