Golf

Tiger vill berjast um risatitla næstu tíu árin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger á æfingu fyrir helgina.
Tiger á æfingu fyrir helgina. vísir/getty

Kylfingurinn Tiger Woods, sem hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum, vonast til þess að hann geti spilað í tíu ár til viðbótar og unnið fleiri risatitla.

Tiger verður á meðal keppenda á US Open sem hefst í Kaliforníu á morgun en hinn 43 ára gamli Tiger batt enda á ellefu ára eyðimerkurgöngu með sigri á Masters í apríl.

Þessi magnaði kylfingur hefur gengið í gegnum margt og mikið undanfarin ár en hann vonast til þess að hann sé kominn á beinu brautina. Hann vonast til að geta spilað næstu tíu árin.

„Hugsanlega ef ég spila áfram í tíu ár, þá næ ég 40 risamótum. Spurningin er hvort að ég get haldið mér heilsuhraustum og sterkum eftir allt það sem líkami minn hefur gengið í gegnum,“ sagði Woods við blaðamenn í gær.

„Þar þarf ég hjálp frá þjálfurum mínum og sjúkraþjálfurum og vonandi gengur það eftir,“ en Woods hefur verið í fínu formi það sem af er þessu ári og spilað gott golf.

„Í þessari viku líður mér eins og ég sé að þokast í rétta átt. Ég þarf einn dag í viðbót til þess að gera mig tilbúinn.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.