Handbolti

Norður-Makedónía komin á EM eftir nauman sigur í Tyrklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kiril Lazarov er fyrirliði Norður-Makedóníu.
Kiril Lazarov er fyrirliði Norður-Makedóníu. vísir/getty

Norður-Makedónía tryggði sér sæti í lokakeppni EM 2020 í handbolta með naumum sigri á Tyrklandi, 25-26, í Eskisehir í dag.

Tyrkir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, en Norður-Makedóníumenn voru sterkari í seinni hálfleik og gerðu nóg til að landa sigrinum.

Norður-Makedónía er á toppi riðils 3 með sjö stig, tveimur stigum á undan Íslandi sem er að leika gegn Grikklandi. Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leiknum með því að smella hér.

Með sigri á Grikkjum tryggja Íslendinga sér sæti á ellefta Evrópumótinu í röð.

Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig. Þeir mæta Íslendingum í lokaumferð riðlakeppninnar á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.