Handbolti

Sjáðu dramatísk jöfnunarmark Arnórs Þórs gegn Grikkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Þór skoraði tvö síðustu mörk Íslands gegn Grikklandi.
Arnór Þór skoraði tvö síðustu mörk Íslands gegn Grikklandi. vísir/getty

Ísland gerði jafntefli við Grikkland, 28-28, á útivelli í undankeppni EM 2020 í dag.

Grikkir voru tveimur mörkum yfir, 28-26, þegar lokamínútan gekk í garð. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn úr vítakasti þegar 20 sekúndur voru eftir og kveikti vonarneista hjá íslenska liðinu.

Þegar tólf sekúndur voru eftir tók Grikkland leikhlé. Heimamenn þurftu aðeins að halda boltanum út leiktímann til að landa sigrinum en fóru illa að ráði sínu.

Þeir töpuðu boltanum, Aron Pálmarsson var fljótur að hugsa og sendi fram á Arnór Þór sem skoraði þegar þrjár sekúndur voru eftir og bjargaði stigi fyrir Ísland. Arnór Þór var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk.

Atburðarrásina undir lokin og jöfnunarmark Arnórs Þórs má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.