Golf

Nær Koepka að vinna US Open þriðja árið í röð?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Koepka á æfingahring í gær.
Koepka á æfingahring í gær. vísir/getty
Bandaríska meistaramótið, US Open, hefst í dag en þetta er eitt af fjórum risamótum ársins. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er líklegur til afreka enda búinn að vinna tvö ár í röð og er þess utan efstur á heimslistanum.Mótið fer fram á hinum frábæra velli á Pebble Beach. Koepka mun spila fyrstu tvo hringina með þeim Francesco Molinari og bandaríska áhugamannameistaranum Viktor Hovland.Flestra augu verða venju samkvæmt á Tiger Woods sem margir hafa trú á enda öðlaðist hann nýtt líf er hann vann Masters í apríl. Það var hans 15. risatitill. Tiger er í stórskemmtilegum ráshóp með þeim Jordan Spieth og Justin Rose. Alvöru hákarlar.Norður-Írinn Rory McIlroy mun spila með þeim Jon Rahm og Marc Leishman.Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá mótinu klukkan 19.00 í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.