Golf

Nær Koepka að vinna US Open þriðja árið í röð?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Koepka á æfingahring í gær.
Koepka á æfingahring í gær. vísir/getty

Bandaríska meistaramótið, US Open, hefst í dag en þetta er eitt af fjórum risamótum ársins. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka er líklegur til afreka enda búinn að vinna tvö ár í röð og er þess utan efstur á heimslistanum.

Mótið fer fram á hinum frábæra velli á Pebble Beach. Koepka mun spila fyrstu tvo hringina með þeim Francesco Molinari og bandaríska áhugamannameistaranum Viktor Hovland.

Flestra augu verða venju samkvæmt á Tiger Woods sem margir hafa trú á enda öðlaðist hann nýtt líf er hann vann Masters í apríl. Það var hans 15. risatitill. Tiger er í stórskemmtilegum ráshóp með þeim Jordan Spieth og Justin Rose. Alvöru hákarlar.

Norður-Írinn Rory McIlroy mun spila með þeim Jon Rahm og Marc Leishman.

Mótið er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá mótinu klukkan 19.00 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.