Golf

Woodland heldur forystunni en Rose sækir á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Woodland fagnar vel heppnuðu höggi.
Woodland fagnar vel heppnuðu höggi. vísir/getty

Justin Rose er aðeins einu höggi á eftir Gary Woodland fyrir lokahringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.


Rose, sem vann Opna bandaríska 2013, fékk fimm fugla á þriðja hringnum í gær og lék á þremur höggum undir pari.

Hann er samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á eftir forystusauðnum Woodland. Bandaríkjamaðurinn lék þriðja hringinn á þremur höggum undir pari og gerði nóg til að halda forystunni fyrir lokahringinn.

Woodland, sem er 35 ára Bandaríkjamaður, hefur aldrei unnið risamót á ferlinum og aldrei endað meðal 20 efstu á Opna bandaríska.

Brooks Koepka, sem vann Opna bandaríska 2017 og 2018, er í 3. sæti á sjö höggum undir pari ásamt Chez Reavie og Louis Oosthuzien.


Norður-Írinn Rory McIlroy er í 6. sæti á sex höggum undir pari. Englendingurinn Danny Willett lék manna best í gær, á fjórum höggum undir pari. Hann er í 9. sæti ásamt sigurvegaranum frá 2010, Greame McDowell.

Tiger Woods fékk fimm fugla og fimm skolla á þriðja hringnum. Hann er í 27. sæti á pari.

Bein útsending á lokadegi Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.