Viðskipti erlent

Forstjóri Boeing viðurkennir mistök

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing.
Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing. Vísir/getty

Forstjóri flugvélaframleiðandans Boeing viðurkennir að fyrirtækið hafi gert mistök í samskiptum við eftirlitsaðila, flugfélög og flugmenn í tengslum við kyrrsetningu Max 737-flugvéla fyrirtækisins.

Þetta kom fram í erindi forstjórans, Dennis Muilenburg, á flugsýningunni í París í dag. Hann lýsti samskiptavanda Boeing sem „óviðunandi“ í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa þar sem 737-þotur fyrirtækisins áttu í hlut. Samtals fórust á fjórða hundrað manns í slysunum tveimur.

Eftir seinna slysið, þar sem flugvél Ethiopian airlines brotlenti í grennd við borgina Addis Ababa í Eþíópíu, voru Max-vélarnar kyrrsettar um allan heim, þar á meðal þrjár vélar sem íslenska flugfélagið Icelandair hafði tekið í notkun. Alls hafði félagið pantað sextán flugvélar af þessari gerð.

Muilenburg sagðist búast við því að rekstur á MAX-vélunum gæti hafist aftur á þessu ári. Þá lýsti hann yfir vonbrigðum yfir meðhöndlun Boeing á upplýsingum um öryggisgalla í flugstjórnarklefum vélanna.

Boeing hefur verið ávítað fyrir að hafa trassað að greina eftirlitsaðilum frá öryggisgallanum í rúmt ár. Þá hefur mikil reiði í garð fyrirtækisins gripið um sig meðal flugmanna MAX-vélanna.


Tengdar fréttir

Icelandair leigir Airbus-þotu

Icelandair hefur gengið frá leigu á Airbus-þotu og verður hún leigð með áhöfn samkvæmt heimildum Túrista.is.

Boeing sakað um fljótfærni við framleiðslu Max-véla

Boeing 737 MAX vélarnar voru gallaðar frá byrjun og kom bilunin snemma upp í framleiðsluferlinu. Samkvæmt afhjúpun New York Times (NYT) fengu reynsluflugmenn, verkfræðingar og eftirlitsaðilar ekki að vita um mikilvægi MCAS-hugbúnaðarins sem átti að koma í veg fyrir að flugvélin myndi ofrísa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
1,35
3
14.758
ARION
0,55
9
5.379

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-4,48
4
35.014
ICESEA
-3,21
3
572
EIK
-3,12
6
37.579
ORIGO
-2,8
3
8.701
KVIKA
-2,72
6
21.800
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.