Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu Hópur skrifar 19. júní 2019 07:00 Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun