Viðskipti innlent

Guide to Iceland segir upp fólki og lækkar laun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stærstu hluthafar í Guide to Ice­land eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen.
Stærstu hluthafar í Guide to Ice­land eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen. Guide to Iceland
Ellefu starfsmönnum á skrifstofu bókunarvefsins og ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland hefur verið sagt upp síðan WOW air varð gjaldþrota í lok mars. Fréttablaðið greinir frá. Öðru starfsfólki hefur verið gert að lækka laun sín, mismikið þó.Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Davíð Ólafur Ingimarsson, framkvæmdastjóri Guide to Iceland, segir stjórnendur sömuleiðis hafa lækkað laun sín. Höggið sé mikið eftir fall WOW og þau finni fyrir að ferðaþjónustumarkaðurinn sé að dragast saman. Auk falls WOW air nefnir hann hátt verðlag á Íslandi, versnandi heimsefnahag, Brexit og minnkandi kaupmátt.Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir árið 2018 og var 600 milljóna króna arður greiddur til hluthafa. Þar af fóru rúmar 300 milljónir til stærsta hluthafans Ingólfs Abraham Shahin sem á 55 prósenta hlut í félaginu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Guide to Iceland kaupir Bungalo

Starfsemi Bungalo hefur nú alfarið flust til höfuðstöðva Guide to Iceland í Borgartúni 29, en Bungalo mun þó áfram verða rekið sem sjálfstætt félag.

Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð

Guide to Iceland sem rekur markaðstorg fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári. Tekjuvöxtur fyrirtækisins nam 70 prósentum á milli ára. Vinna að því að fara í útrás með hugbúnaðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.