Tónlist

Auður gefur út sumarsmell á miðnætti

Sylvía Hall skrifar
Auður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.
Auður hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði.

Á miðnætti kemur út lagið Enginn eins og þú en það er tónlistamaðurinn Auður sem er á bakvið lagið.

Lagið vann hann í samstarfi við þá Arnar Inga Ingason, einnig þekktur sem Young Nazareth, og Magnús Jóhann Ragnarsson.Þarna er á ferðinni sumarsmellur sem mun eflaust rata á spilunarlista margra í góða veðrinu.

„Þetta er lag til að spila úti á svölum,“ segir Auður í samtali við Vísi.
Þetta er fyrsta lagið hans síðan margverðlaunaða platan AFSAKANIR kom út í Nóvember 2018 við frábærar undirtektir. Margt er framundan hjá Auði í sumar. Hann fer meðal annars ásamt hljómsveit á stuttan tónleikatúr um Ísland áður en hann fer til Danmerkur til að spila á Hróaskeldu 2. júlí. 
 

 
 
 
View this post on Instagram
Miðnætti... : @agusteli & @snorribjorns
A post shared by Auður (@auduraudur) on


Tengdar fréttir

AUÐUR á Hróarskeldu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem AUÐUR, mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar en þetta er í fyrsta skipti sem AUÐUR kemur fram á hátíðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.