Lífið kynningar

Leynist svikari í innsta hring Men in Black?

Sena kynnir
Fulltrúarnir H og M fá það erfiða verkefni að finna svikarann í röðum MIB. Chris Hemsworth og Tessa Thompson fara með hlutverk þeirra.
Fulltrúarnir H og M fá það erfiða verkefni að finna svikarann í röðum MIB. Chris Hemsworth og Tessa Thompson fara með hlutverk þeirra.

Men in Black: International verður frumsýnd á morgun. Þetta er fjórða myndin í Men in Black kvikmyndaröðinni og sjálfstætt framhald. Myndin gerist sjö árum eftir þriðju MIB myndina, en MIB 3 kom einmitt út fyrir sjö árum. Men in Black: International skartar frábærum leikurum: Chris Hemsworth, Tessa Thompson, Emma Thompson og Liam Neeson.

Stærsta áskorunin
Men in Black stofnunin hefur ávallt verndað jörðina frá skrímslum alheimsins. Í þessu nýja ævintýri verða þau hins vegar að tækla stærstu og alþjóðlegustu hótun sem stofnunin hefur þurft að glíma við hingað til. Það er svikari innan Men in Black.

Fulltrúi H, eða Agent H, sem leikinn er af Chris Hemsworth, er aðal spaðinn í höfuðstöðvum MIB í London. Hann bjargaði jú einu sinni heiminum frá illum geimverunum.

Nú stendur hann hins vegar frammi fyrir nýrri áskorun, það er svikari í röðum MIB. H fær það hlutverk að finna þennan svikara og nýtur aðstoðar nýliðans, fulltrúa M.

Fulltrúi M, leikin af Tessu Thompson, hefur varið mestum hluta æfi sinnar í að leita uppi MIB til að ganga til liðs við stofnunina, eftir að hún komst í kast við geimverur og undarlega svartklædda menn í æsku.

High T, yfirmaður MIB í London er leikinn af Liam Neeson. High T hefur reynst fulltrúa H eins og faðir og var með honum kvöldið sem H bjargaði heiminum.

MIB stofnunin er High T afar mikilvæg og þegar hann fær veður af því að innan stofnunarinnar leynist svikari, fær hann sinn besta mann, fulltrúa H, til að komast til botns í málinu.

Fulltrúi O, sem leikin er af Emmu Thompson, er yfirmaður MIB í New York. Hana grunar að eitthvað sé ekki eins og það á að vera í London og sendir því nýliðann, M í málið.
Þetta verður fyrsta verkefni M en ákafi hennar til að ganga til liðs við MIB hafði vakið athygli Fulltrúa O.

Litríkar persónur koma við sögu þegar H og M hefja leit sína að svikaranum innan MIB. Meðal annarra fyrrum kærasta H, geimvera og grjótharður vopnasali, sem H átti eitt sinn að fletta ofan af í leyniaðgerð en varð ástfanginn af í staðinn. Rebecca Ferguson fer með hlutverk vopnasalans, sem enn virðist bera tilfinningar til fulltrúa H og þær hreint ekki góðar.  

Rafe Spall leikur fulltrúa C, samstarfsmann H og keppinaut. C öfundast út í hæfileika H og glæsilegt útlit en ekki síst út í sambandið sem fulltrúi H á við High T. Mun öfundin leiða C til svika?

Les Twins leika leyniskyttur frá plánetunni Draco. Þeir eru á höttunum eftir ofurvopni sem hefur verið flutt til jarðarinnar, vopni sem gæti sett valdajafnvægið í alheiminum hressilega úr skorðum.

Pawny er pínulítil geimvera með risastóran persónuleika. Þegar drottningin sem hann þjónar er drepin, sver hann  M hollustu sína, henni til mikillar armæðu en H til mikillar gleði.

Kumail Nanjiani talar fyrir Pawny en Nanjiani kemur einnig fram í myndinni Stuber sem er væntanleg í bíó í júlí.

Skemmtilegar staðreyndir um Man in Black: International:
 

  • Fatahönnuðurinn Paul Smith fer með aukahlutverk í myndinni sem eigandi ritvélaverslunar þar sem leyniinngang að MIB í London er að finna. Paul Smith hannar svörtu fötin í myndunum.
  • Dregnar voru upp 610 tækniteikningar fyrir myndina. Í heild voru prentaðar út 44 mílur eða 70 kílómetrar af teikningum sem sýndu lykil deildir MIB.
  • Fimmtíu og fimm líkön af mismunandi settum, voru búin til og notuð við að skipuleggja og staðsetja myndvélar og lýsingu.
  •  Les Twins, sem leika geimverutvíbura og leyniskyttur voru einu sinni dansarar fyrir Beyoncé.
  • Búin voru til fjögur mismunandi geimverutungumál fyrir merkingarnar í komusal MIB í London.
  • 130 tonn af rauðum sandi voru flutt í Leavesden myndverið til að búa til Merzouga eyðimörkina.
  • Í „flash-back“ atriðinu þar sem minni foreldra Mollyar er þurrkað út er notaður sami leikmunur og notaður var í fyrstu MIB myndinni.
  • Myndin er byggð á myndasögum eftir Lowell Cunningham.  
  • Þetta er í þriðja sinn sem þau Chris Hemsworth og Tessa Thompson leika saman í m ynd en þau léku einnig saman í Thor: Ragnarök og Avengers: Endgame.

Leikstjóri myndarinn er F. Gary Gray (þekktur fyrir Italian Job og The Fate of the Furious)

Handritshöfunduar eru Art Marcum & Matt Holloway (þekktir fyrir Iron Man og Transformers)

Leikarar: Chris Hemsworth,  Tessa Thompson, Rebecca Ferguson, Kumail Nanjiani, Rafe Spall, Laurent Bourgeois, Larry Bourgeois, Emma Thompson og Liam Neeson.

Myndin verður frumsýnd miðvikudaginn 12 júní í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíó Egilshöll og Kringlu, Borgarbíó Akureyri.  Bönnuð innan 9 ára.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Senu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.