Þegar 6 loforð af 100 eru uppfyllt Sara Dögg skrifar 8. júní 2019 14:13 Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ár er liðið frá því að núverandi bæjarstjórn Garðabæjar tók til starfa. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins flaggaði 100 loforðum sínum í sérprentaðri útgáfu og bæjarbúar hafa sjálfsagt hugsað sér gott til glóðarinnar að fá svo dugmikla bæjarstjórn til starfa. Á þessu eina ári hefur meirihlutinn hins vegar aðeins lagt 6 tillögur fram til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn og hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir lýðræðislegum umræðum um þau mál sem brenna á bæjarbúum. Garðabæjarlistinn hefur á þessu fyrsta starfsári sínum lagt fram 31 tillögu. Þær taka á fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins, allt frá gagnsærri stjórnsýslu og agaðri vinnubrögðum bæjaryfirvalda til enn stærri mála, s.s. að halda leikskólagjöldum óbreyttum, innleiða Barnasáttmálann í störfum sveitarfélagsins, styðja betur við eldri borgara og auðvelda ungu fólki að búa sér heimili í Garðabæ. Merkilegt nokk hafa sumar þeirra fengið framgang með samþykki bæjarstjórnar. Garðabæjarlistinn er t.d. stoltur af að hafa fengið tillögu sína um hinsegin fræðslu samþykkta. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er auðvitað löngu búinn að átta sig á misræminu, sem er í framlagi hans og Garðabæjarlistans. Það misræmi hvetur meirihlutann reyndar ekkert sérstaklega til verka, en á því hefur hann fundið auðvelda lausn: Hann tekur einfaldlega hugmyndir og tillögur Garðabæjarlistans, snýr kannski örlítið upp á þær, leggur fram breytingartillögu, vísar málum til nefnda, þvælir málum um kerfið og stekkur svo fram með „eigin“ mál, sem byggja á vinnu Garðabæjarlistans. Eitt skýrasta dæmið um þetta birtist nú í vikunni. Þá hafði Garðabæjarlistinn lagt fram ítarlega tillögu, en henni var hafnað með vísan til þess að einmitt þetta mál væri á leið fyrir næsta bæjarráðsfund, á vegum meirihlutans auðvitað. Í allan vetur hafði Garðabæjarlistinn lagt fram tillögur og ályktanir um málið, en loks þegar kom að því að hrinda því í framkvæmd gætti meirihlutinn þess að hans tillaga um nákvæmlega sama efni fengi framgang. Meirihlutanum er vorkunn að stunda þessi vinnubrögð. Enn eru aðeins 6 af 100 loforðum uppfyllt og ljóst að þegar verkkvíði þjakar fólk verður það að treysta á vinnu annarra. Garðabæjarlistinn vinnur í þágu bæjarbúa allra og tekur því fagnandi þegar góð mál komast til framkvæmda. Meirihlutinn verður að eiga við sjálfan sig hvernig hann kýs að fara með það vald sem hann hefur.Sara Dögg, oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar