Handbolti

Janus stórkostlegur er Álaborg tryggði sér gullið í Danmörku

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus var frábær í úrslitakeppninni.
Janus var frábær í úrslitakeppninni. vísir/getty
Álaborg varð danskur meistari í fjórða sinn er liðið vann oddaleikinn gegn GOG, 38-32, er liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Álaborg í dag.GOG vann fyrsta leik liðanna en Álaborg jafnaði metin fyrr í vikunni er liðin mættust á heimavelli GOG. Því var allt undir í Álaborg í dag.Staðan var jöfn 2-2 en þá skildu leiðir. Álaborg komst í 7-4 og 11-6 en leiddu einungis með tveimur mörkum í hálfleik 17-15 eftir mark frá Janusi Daða Smárasyni.Í síðari hálfeik hafði Álaborg allan tímann tök á leiknum. Þrátt fyrir áhlaup gestana þá náðu heimamenn að standa af sér áhlaupin og unnu að lokum með sex mörkum, 38-32.Janus Daði Smárason var algjörlega magnaður í liði Álaborgar. Hann skoraði níu mörk úr fjórtán skotum og bætti þar að auki við fjórum stoðsendingum.Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahópi Álaborgar en hann er á meiðslalistanum. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins en liðið varð tvöfaldur meistari á þessari leiktíð því einnig vann liðið bikarinn.Óðinn Þór Ríkharðsson átti einnig mjög flottan leik fyrir GOG en hann skoraði tíu mörk úr sínum tólf skotum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.