Norðurskautsmál rædd í Sjanghæ Guðjón S. Brjánsson og Sigurður Ólafsson skrifar 31. maí 2019 08:15 Fyrir skömmu síðan var kínverska stórborgin Sjanghæ vettvangur tveggja stórra ráðstefna um norðurskautsmál. Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan fór fram í sjöunda sinn og í kjölfarið var Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) haldið í borginni. Hundruð manna voru mætt til borgarinnar til þess að ræða norðurskautsmál þar sem áherslan var sérstaklega á áhrif og áætlanir Kínverja á þessu sífellt mikilvægara heimssvæði. Einkum var rætt um hina svokölluðu „Nýju-Silkileið“ sem einnig gengur undir nafninu „Belti og braut“ en það eru risavaxnar áætlanir Kínverja sem tengja eiga landið betur við aðra hluta heimsins. Það sem að norðurslóðum snýr er siglingaleiðin sem kann að opnast vegna hlýnunar jarðar eftir norðurskautssvæðinu frá Austur-Asíu, eftir ströndum Rússlands og til okkar í Norður-Atlantshafi. Skýrt kom í ljós á ráðstefnunum að Kínverjar eru mjög með hugann við þessar framtíðaráætlanir og láta raunar ekki sitja við orðin tóm. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast náið með þessari merkilegu þróun og hafa á hana áhrif. Margir Íslendingar hafa áttað sig á þessu og fjölmennur hópur fólks úr ýmsum áttum var mættur til Sjanghæ frá Íslandi. Við sóttum ráðstefnurnar fyrir hönd Vestnorræna ráðsins sem er samstarf þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Vestnorræna ráðið hefur lengi áttað sig á mikilvægi norðurslóðamála og er meðal annars áheyrnaraðili í Norðurskautsráðinu. Það skiptir vestnorrænu ríkin mjög miklu máli að fylgjast með þróuninni á norðurskautssvæðinu þar sem stóraukin skipaumferð eftir hinni „Nýju-Silkileið“ gæti til dæmis gjörbreytt stöðu okkar á mörgum sviðum. Þetta getur orðið uppspretta ýmissa tækifæra en jafnframt leitt til vandamála og erfiðra álitaefna. Þróunin er hröð og það er alveg ljóst að gjörbreytt staða gæti blasað við hér á okkar heimssvæði fyrr en nokkurn grunar. Þar hyggjumst við í Vestnorræna ráðinu ekki sitja hljóð hjá eða láta hluti koma okkur í opna skjöldu. Undir liggja sameiginlegir hagsmunir okkar allra á vestnorræna svæðinu þar sem samstarf ríkjanna þriggja er lykilatriði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Norðurslóðir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var kínverska stórborgin Sjanghæ vettvangur tveggja stórra ráðstefna um norðurskautsmál. Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan fór fram í sjöunda sinn og í kjölfarið var Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) haldið í borginni. Hundruð manna voru mætt til borgarinnar til þess að ræða norðurskautsmál þar sem áherslan var sérstaklega á áhrif og áætlanir Kínverja á þessu sífellt mikilvægara heimssvæði. Einkum var rætt um hina svokölluðu „Nýju-Silkileið“ sem einnig gengur undir nafninu „Belti og braut“ en það eru risavaxnar áætlanir Kínverja sem tengja eiga landið betur við aðra hluta heimsins. Það sem að norðurslóðum snýr er siglingaleiðin sem kann að opnast vegna hlýnunar jarðar eftir norðurskautssvæðinu frá Austur-Asíu, eftir ströndum Rússlands og til okkar í Norður-Atlantshafi. Skýrt kom í ljós á ráðstefnunum að Kínverjar eru mjög með hugann við þessar framtíðaráætlanir og láta raunar ekki sitja við orðin tóm. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast náið með þessari merkilegu þróun og hafa á hana áhrif. Margir Íslendingar hafa áttað sig á þessu og fjölmennur hópur fólks úr ýmsum áttum var mættur til Sjanghæ frá Íslandi. Við sóttum ráðstefnurnar fyrir hönd Vestnorræna ráðsins sem er samstarf þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Vestnorræna ráðið hefur lengi áttað sig á mikilvægi norðurslóðamála og er meðal annars áheyrnaraðili í Norðurskautsráðinu. Það skiptir vestnorrænu ríkin mjög miklu máli að fylgjast með þróuninni á norðurskautssvæðinu þar sem stóraukin skipaumferð eftir hinni „Nýju-Silkileið“ gæti til dæmis gjörbreytt stöðu okkar á mörgum sviðum. Þetta getur orðið uppspretta ýmissa tækifæra en jafnframt leitt til vandamála og erfiðra álitaefna. Þróunin er hröð og það er alveg ljóst að gjörbreytt staða gæti blasað við hér á okkar heimssvæði fyrr en nokkurn grunar. Þar hyggjumst við í Vestnorræna ráðinu ekki sitja hljóð hjá eða láta hluti koma okkur í opna skjöldu. Undir liggja sameiginlegir hagsmunir okkar allra á vestnorræna svæðinu þar sem samstarf ríkjanna þriggja er lykilatriði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun