Körfubolti

Þess vegna var Drake með Nike-band á handleggnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Drake ögra Curry. Hann er svo með band á handleggnum til þess að fela Curry-tattúið.
Hér má sjá Drake ögra Curry. Hann er svo með band á handleggnum til þess að fela Curry-tattúið. vísir/getty
Þekktasti stuðningsmaður Toronto Raptors, tónlistarmaðurinn Drake, vakti athygli síðustu nótt á leik Raptors og Warriors og ekki síst fyrir það sem hann var að fela á leiknum.Drake mætti í gamalli Raptors-treyju merktri Dell Curry sem er faðir stjörnu Golden State Warriors, Steph Curry. Það átti væntanlega að koma Curry úr jafnvægi.Hann var svo með Nike-band á handleggnum og fyrir því er góð ástæða. Drake er nefnilega svolítill tombólustuðningsmaður og styður ansi marga. Þar á meðal leikmenn Golden State.Drake er með tattú til heiðurs stjörnum Warriors, Steph Curry og Kevin Durant. Hann er með númerin þeirra flúruð á sig.Hann notaði bandið til þess að hylja flúrin. Skiljanlega. Annað hefði verið kjánalegt.Tengd skjöl

NBA

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.