Körfubolti

Þess vegna var Drake með Nike-band á handleggnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Drake ögra Curry. Hann er svo með band á handleggnum til þess að fela Curry-tattúið.
Hér má sjá Drake ögra Curry. Hann er svo með band á handleggnum til þess að fela Curry-tattúið. vísir/getty

Þekktasti stuðningsmaður Toronto Raptors, tónlistarmaðurinn Drake, vakti athygli síðustu nótt á leik Raptors og Warriors og ekki síst fyrir það sem hann var að fela á leiknum.

Drake mætti í gamalli Raptors-treyju merktri Dell Curry sem er faðir stjörnu Golden State Warriors, Steph Curry. Það átti væntanlega að koma Curry úr jafnvægi.

Hann var svo með Nike-band á handleggnum og fyrir því er góð ástæða. Drake er nefnilega svolítill tombólustuðningsmaður og styður ansi marga. Þar á meðal leikmenn Golden State.

Drake er með tattú til heiðurs stjörnum Warriors, Steph Curry og Kevin Durant. Hann er með númerin þeirra flúruð á sig.

Hann notaði bandið til þess að hylja flúrin. Skiljanlega. Annað hefði verið kjánalegt.NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.