Golf

Fyrrum þjálfari Tigers móðgar kvenkylfinga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hank Haney.
Hank Haney. vísir/getty

Hank Haney, fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods, fær ekki að tala aftur á útvarpsstöð PGA-mótaraðarinnar eftir að hann móðgaði konurnar á LPGA-mótaröðinni.

Núna er US Open hjá konunum í fullum gangi þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda. Haney sagði líklegast að einhver Kóreubúi myndi vinna mótið og sagðist svo ekki geta nefnt fimm konur á mótaröðinni.

„Ég get bara sagt að Lee verði sigurvegari. Ekkert fornafn en það er líklegt að einhver með eftirnafnið Lee vinni,“ sagði Haney sem þjálfaði Tiger frá 2004 til 2010.

Þessi ummæli þjálfarans féllu í grýttan jarðveg. Þóttu óvönduð og móðgandi. Hann fær því ekki að tjá sig aftur á útvarpsstöðinni.

Þjálfarinn hefur beðist afsökunar. Viðurkenndi að hafa verið ónærgætinn er hann ætlaði að leggja áherslu á þá yfirburði sem kóreskar stelpur séu með.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.