Körfubolti

Stúlkurnar sem neituðu að taka við bikarnum: "Markmið okkar er að breyta heiminum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin er samsett.
Myndin er samsett. mynd/samsett
Mikil umræða hefur skapast um atvik sem átti sér stað eftir úrslitaleik minnibolta stúlkna 11 ára á Akureyri um helgina en þá neituðu Íslandsmeistarar ÍR að taka við bikarnum.

Þær neituðu ekki bara að taka við bikarnum heldur skildi liðið einnig gullmedalíurnar eftir á gólfinu og löbbuðu út. Málið hefur vakið athygli og greindi Vísir fyrst frá málinu í dag.

Stúlkurnar hafa nú skrifað bréf en Hringbraut greindi fyrst frá bréfinu nú undir kvöld. Þar segja stelpurnar frá sinni hlið málsins en bréfið er handskrifað á blað.

Þar segja stelpurnar að þær hafi sjálfar átt hugmyndina að taka ekki við verðlaununum og lýsa yfir miklum stuðningi við þjálfara liðsins, Brynjar Karl Sigurðsson, segir á vef Hringbrautar.

Lesa má bréf stúlknanna í heild sinni hér að neðan.

Yfirlýsingin í heild sinni:

Kæru foreldrar.

Við stelpurnar áttum hugmyndina um að ekki taka við verðlaununum. Þetta var ekki Brynjari að kenna og okkur líður vel saman og elskum Brynjar. Þið getið ekki tekið okkur í sundur. Okkur finnst óréttlátt að þið takið dætur ykkar úr íþróttinni sem þær elska mest.

Við erum pirraðar út í foreldrana en allir gera mistök og það er asnalegt að viðurkenna þau ekki. Við erum pirraðar að KKÍ hunsar og vanvirðir okkur og við þurftum að gera eitthvað í því. Kannski fórum við yfir strikið en nú vitum við hvar línan er.

Markmið okkar er að breyta heiminum og þá þarf maður að fara yfir strikið.

Við getum ekki breytt heiminum einar án Brynjars.

P.s. 12 grein barnasáttmálans


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.