Einkarekstur eða ríkisrekstur Jón Ólafur Halldórsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Í blönduðum hagkerfum gegnir hið opinbera jafnan tvenns konar hlutverki. Annars vegar hlutverki reglusetjara, sem einnig hlutast til um að einkageirinn fari eftir settum leikreglum, og hins vegar nokkurs konar stuðningshlutverki, þ.e. þegar það fæst við mótun stefnu og aðgerða sem tryggja eiga þróun innviða sem stuðla að hagvexti og heilbrigðri auðlindanýtingu. Einkageirinn stendur aftur á móti að jafnaði undir meginhluta hagvaxtar. Í því ljósi sætir almennur atvinnurekstur á vegum hins opinbera stöðugri gagnrýni, enda þurfa óvenjulegar aðstæður að vera uppi til þess að réttlætanlegt geti talist að opinberir aðilar standi í slíkri starfsemi. Meginástæðan er sú að einkaframtakið er jafnan mun betur búið til að takast á við hefðbundinn atvinnurekstur óháð atvinnugreinum. Þeir hvatar sem eru til staðar í umhverfi einkarekstrar stuðla almennt að skynsamlegri nýtingu fjármuna enda stýrir eftirspurn því hvort vara eða þjónusta stendur til boða, í hvaða mæli og undir hvaða kringumstæðum. Til að setja umfjöllunina í samhengi má sem dæmi benda á að Raftækjasala ríkisins var aflögð fyrir mörgum áratugum og einnig einkasala ríkisins á eldspýtum. Nær aldarfjórðungur er síðan Lyfjaverslun ríkisins var komið í hendur einkaaðila og Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt af og starfsemin gefin frjáls að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þeir sem muna þá tíma þegar starfsemi þessara opinberu stofnana og fyrirtækja var „í blóma“, geta fæstir hugsað sér að starfsemi þeirra verði endurreist. Reynslan sýnir að starfsemin er mun betur komin í höndum einkaaðila.Aukin umsvif hins opinbera Í þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er gengið út frá því að rekstrar- og heildarafkoma opinberra fyrirtækja aukist umfram væntar breytingar á verðlagi. Hafa verður í huga að frá efnahagshruninu hefur verið lögð áhersla á afkomubata hjá þessum fyrirtækjum, þó að árangurinn hafi ekki alltaf verið augljós. Myndin sem upp er dregin vekur nokkurn ugg því af henni má draga þá ályktun að ekki sé inni í myndinni að draga úr umsvifum hins opinbera í starfsemi sem einkageirinn gæti að mörgu leyti annast. Í því ljósi er fyrir löngu orðið tímabært að ráðist verði í heildarúttekt á þeim atvinnurekstri sem ríkið stendur ennþá fyrir. Í slíkri úttekt þyrfti fyrst og fremst að draga fram hvaða rök mæla með ríkisrekstri, þar sem hann er ennþá stundaður. Í þessu sambandi benda samtökin sérstaklega á rekstur ÁTVR, sem annast smásölu ríkisins á áfengi og framleiðslu neftóbaks og rekstur Fríhafnarinnar ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf., og stundar verslunarrekstur með snyrtivörur, sælgæti, ferðamannanauðsynjar, áfengi og tóbak í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Starfsemi þessara fyrirtækja sætir reglulega gagnrýni, ekki síst vegna þeirrar einokunarstöðu sem þau njóta í skjóli ríkisvaldsins. Hér er rétt að minna á þau dæmi sem nefnd voru í upphafi, sem eru öll dæmi um einokunarrekstur sem hið opinbera stundaði, en ákvað góðu heilli að hverfa frá. Þörf á allsherjarendurskoðun Það eru fleiri svið þar sem full ástæða er fyrir hið opinbera að skoða með það að leiðarljósi að koma auga á hagræðingartækifæri sem felast í yfirfærslu starfsemi til einkaaðila. Að mati SVÞ er af nógu að taka í þeim efnum, en þar kemur starfsemi eftirlitsgeirans fyrst upp í hugann en hana mætti í mörgum tilvikum færa í í hendur faggiltra fyrirtækja, sem vinna eftir ströngu og faglegu evrópsku regluverki. Eins og fyrr var nefnt ákváðu stjórnvöld að færa bifreiðaskoðun frá hinu opinbera til einkaaðila fyrir rúmlega tuttugu árum. Reynslan af þeirri breytingu er nær undantekningarlaust góð. Því má spyrja hvort ekki sé ástæða til að feta þá slóð áfram. Í ljósi reynslunnar er rökrétt ályktun að það geti verið afar góður kostur. SVÞ vilja því beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að hefja allsherjarendurskoðun á þeim atvinnurekstri sem enn er stundaður af hinu opinbera. Samtökin vilja í því sambandi benda á, hvort auðveldasta leiðin til að ná markmiðum um bætta afkomu í opinberum rekstri, sé ekki einfaldlega að færa hann yfir til einkaaðila.Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í blönduðum hagkerfum gegnir hið opinbera jafnan tvenns konar hlutverki. Annars vegar hlutverki reglusetjara, sem einnig hlutast til um að einkageirinn fari eftir settum leikreglum, og hins vegar nokkurs konar stuðningshlutverki, þ.e. þegar það fæst við mótun stefnu og aðgerða sem tryggja eiga þróun innviða sem stuðla að hagvexti og heilbrigðri auðlindanýtingu. Einkageirinn stendur aftur á móti að jafnaði undir meginhluta hagvaxtar. Í því ljósi sætir almennur atvinnurekstur á vegum hins opinbera stöðugri gagnrýni, enda þurfa óvenjulegar aðstæður að vera uppi til þess að réttlætanlegt geti talist að opinberir aðilar standi í slíkri starfsemi. Meginástæðan er sú að einkaframtakið er jafnan mun betur búið til að takast á við hefðbundinn atvinnurekstur óháð atvinnugreinum. Þeir hvatar sem eru til staðar í umhverfi einkarekstrar stuðla almennt að skynsamlegri nýtingu fjármuna enda stýrir eftirspurn því hvort vara eða þjónusta stendur til boða, í hvaða mæli og undir hvaða kringumstæðum. Til að setja umfjöllunina í samhengi má sem dæmi benda á að Raftækjasala ríkisins var aflögð fyrir mörgum áratugum og einnig einkasala ríkisins á eldspýtum. Nær aldarfjórðungur er síðan Lyfjaverslun ríkisins var komið í hendur einkaaðila og Bifreiðaeftirlit ríkisins var lagt af og starfsemin gefin frjáls að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þeir sem muna þá tíma þegar starfsemi þessara opinberu stofnana og fyrirtækja var „í blóma“, geta fæstir hugsað sér að starfsemi þeirra verði endurreist. Reynslan sýnir að starfsemin er mun betur komin í höndum einkaaðila.Aukin umsvif hins opinbera Í þingsályktun um fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er gengið út frá því að rekstrar- og heildarafkoma opinberra fyrirtækja aukist umfram væntar breytingar á verðlagi. Hafa verður í huga að frá efnahagshruninu hefur verið lögð áhersla á afkomubata hjá þessum fyrirtækjum, þó að árangurinn hafi ekki alltaf verið augljós. Myndin sem upp er dregin vekur nokkurn ugg því af henni má draga þá ályktun að ekki sé inni í myndinni að draga úr umsvifum hins opinbera í starfsemi sem einkageirinn gæti að mörgu leyti annast. Í því ljósi er fyrir löngu orðið tímabært að ráðist verði í heildarúttekt á þeim atvinnurekstri sem ríkið stendur ennþá fyrir. Í slíkri úttekt þyrfti fyrst og fremst að draga fram hvaða rök mæla með ríkisrekstri, þar sem hann er ennþá stundaður. Í þessu sambandi benda samtökin sérstaklega á rekstur ÁTVR, sem annast smásölu ríkisins á áfengi og framleiðslu neftóbaks og rekstur Fríhafnarinnar ehf., sem er dótturfélag Isavia ohf., og stundar verslunarrekstur með snyrtivörur, sælgæti, ferðamannanauðsynjar, áfengi og tóbak í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Starfsemi þessara fyrirtækja sætir reglulega gagnrýni, ekki síst vegna þeirrar einokunarstöðu sem þau njóta í skjóli ríkisvaldsins. Hér er rétt að minna á þau dæmi sem nefnd voru í upphafi, sem eru öll dæmi um einokunarrekstur sem hið opinbera stundaði, en ákvað góðu heilli að hverfa frá. Þörf á allsherjarendurskoðun Það eru fleiri svið þar sem full ástæða er fyrir hið opinbera að skoða með það að leiðarljósi að koma auga á hagræðingartækifæri sem felast í yfirfærslu starfsemi til einkaaðila. Að mati SVÞ er af nógu að taka í þeim efnum, en þar kemur starfsemi eftirlitsgeirans fyrst upp í hugann en hana mætti í mörgum tilvikum færa í í hendur faggiltra fyrirtækja, sem vinna eftir ströngu og faglegu evrópsku regluverki. Eins og fyrr var nefnt ákváðu stjórnvöld að færa bifreiðaskoðun frá hinu opinbera til einkaaðila fyrir rúmlega tuttugu árum. Reynslan af þeirri breytingu er nær undantekningarlaust góð. Því má spyrja hvort ekki sé ástæða til að feta þá slóð áfram. Í ljósi reynslunnar er rökrétt ályktun að það geti verið afar góður kostur. SVÞ vilja því beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda að hefja allsherjarendurskoðun á þeim atvinnurekstri sem enn er stundaður af hinu opinbera. Samtökin vilja í því sambandi benda á, hvort auðveldasta leiðin til að ná markmiðum um bætta afkomu í opinberum rekstri, sé ekki einfaldlega að færa hann yfir til einkaaðila.Höfundur er formaður Samtaka verslunar og þjónustu
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar