Frábært að fá þessa leiki Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. maí 2019 16:00 Benedikt Guðmundsson ræðir hér við leikmenn sína í æfingabúðum landsliðsins á dögunum. Mynd/KKÍ Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Körfubolti Fyrsta verkefni íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar hefst eftir helgi þegar Ísland hefur leik á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Þar mætir íslenska liðið Möltu, Svartfjallalandi, Lúxemborg, Mónakó og Kýpur á fimm dögum og fær sigurvegari riðilsins gullverðlaunin að launum. Þetta eru fyrstu leikir liðsins eftir að Benedikt tók við liðinu af Ívari Ásgrímssyni fyrr í vetur. Alls voru 25 leikmenn í fyrsta æfingahóp liðsins sem hefur æft saman undanfarnar tvær vikur áður en þjálfarateymið tilkynnti tólf manna lokahóp í vikunni. Að sögn Benedikts gengu æfingarnar vel og náðist góður árangur þrátt fyrir að tíminn væri knappur. „Hingað til hefur allt gengið vel. Auðvitað þegar maður kemur nýr inn er margt sem maður vill leggja áherslu á. Við erum búin að fara vel yfir þá hluti í vörn og sókn sem við viljum leggja áherslu á í leikjum. Maður þarf að líka að vera varkár og reyna ekki að koma að of miklum upplýsingum í einu sem getur flækst fyrir.“ Aðspurður segist Benedikt hafa átt erfitt með að skera niður í tólf leikmenn fyrir Smáþjóðaleikana. „Það var erfitt að skera niður, við vildum skoða marga leikmenn, þar á meðal stelpur sem voru ekki á Íslandi í vetur. Við vildum sjá hverjar myndu henta vel inn í það sem við ætlum að gera. Þetta er búið að vera smá púsluspil að finna þá leikmenn sem henta í það sem við viljum gera. Við byrjum í raun á núlli sem nýtt þjálfarateymi og það fengu allir leikmennirnir tækifæri.“ Ísland hefur leik gegn Möltu, liði sem vann stórsigur á Íslandi síðast þegar liðin mættust á Smáþjóðaleikunum. „Við erum búin að kynna okkur Möltu vel og Svartfjallaland þekkjum við ágætlega. Hin liðin munum við skoða nánar þegar við komum út til Svartfjallalands.“ Benedikt tekur því fagnandi að fá þessa leiki sem undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í vetur. „Það er frábært að fá þessa keppnisleiki. Það hefði ekki verið gott að byrja strax á leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Við viljum prófa ákveðna leikmenn og ákveðna hluti inni á vellinum og á sama tíma lærir maður sem þjálfari inn á leikmenn sína í leikjum og þær inn á það sem við ætlumst til af þeim. Fyrir okkur í þjálfarateyminu er frábært að fá leikina á Smáþjóðaleikunum,“ segir Benedikt og bætir við: „Svartfjallaland hefur ekki alltaf sent lið til keppni en ég fagna því að þær verði með. Þær eru að fara á EM og verða erfiðar viðureignar. Auðvitað minnka líkurnar á því að við vinnum mótið en ég er ekki bara að horfa á það í hvaða sæti við lendum, ég er meira að horfa á að liðið taki framförum og komi fyrir vikið enn sterkara inn þegar undankeppni EM hefst.“ Tveir nýliðar eru í hópnum. „Þóranna er búin að vera mikið meidd í vetur en heillaði okkur upp úr skónum á æfingunum rétt eins og Sigrún. Þær hafa báðar verið mjög flottar á æfingum og það verður gaman að sjá þær þegar komið er í leikina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Körfubolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira