Viðskipti innlent

Fjölmiðlar fá ekki lengur sendar upplýsingar um tekjuhæstu Íslendingana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Auglýsing um að álagningu sé lokið á einstaklinga verður birt þann 31. maí og álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga gerðir aðgengilegir á vef ríkisskattstjóra þann dag.
Auglýsing um að álagningu sé lokið á einstaklinga verður birt þann 31. maí og álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga gerðir aðgengilegir á vef ríkisskattstjóra þann dag. Vísir/Vilhelm
Ríkisskattstjóri mun ekki senda fjölmiðlum upplýsingar um hæstu skattgreiðendur landsins þetta árið eins og áralöng hefð hefur verið fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisskattstjóra en vísað er til álits Persónuverndar vegna upplýsingasíðunnar Tekjur.is.

Á vefsíðunni vortu birtar upplýsingar um tekjur Íslendinga en krafist var greiðslu fyrir aðgang að upplýsingunum. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að birtinga á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám væri óheimil.

Ríkisskattstjóri segist í framhaldi hafa tekið til skoðunar alla framkvæmd við framlagningu og birtingu upplýsinga úr álagningarskrá. Könnun þessi standi yfir og sé enn ekki lokið.

„Ljóst er þó að ríkisskattstjóri mun ekki senda fjölmiðlum upplýsingar um hæstu greiðendur, þar sem slík birting er ekki talin samræmast þeim ákvæðum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs.“

Auglýsing um að álagningu sé lokið á einstaklinga verður birt þann 31. maí og álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga gerðir aðgengilegir á vef ríkisskattstjóra þann dag.

Aftur á móti muni álagningarskrá ekki verða lögð fram fyrr en dagana 19. ágúst til 2. september n.k. eða 15 dögum fyrir lok kærufrests sem er 2. september 2019, sbr. 1. mgr. 98. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,32
48
17.752
ORIGO
0,62
1
292
ISB
0,46
58
89.617
SIMINN
0,3
13
139.484
ICESEA
0,3
2
725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,46
24
170.268
SVN
-0,3
5
1.253
SYN
-0,25
1
598
REGINN
-0,19
1
104
FESTI
-0,12
2
20.476
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.