Enski boltinn

Mourinho ekki að flýta sér að finna nýtt starf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho á leik Fulham og Everton.
Mourinho á leik Fulham og Everton. vísir/getty

Jose Mourinho er ekki búinn að ákveða hvar hann mun þjálfa næst en hann ræddi málin í samtali við Sky Sports.

Hann var mættur á Formúlu 1 sem fer fram í Mónakó um helgina og Natalie Pinkham, einn fréttamanna Sky Sports, greip Mourinho og spurði hvað væri hans næsta skref.

„Ég mun ekki velja starf því ég vil fara aftur að vinna og þrái það - heldur þarf ég að velja rétta verkefnið og það sem mótiverar mig,“ sagði Mourinho.

„Ég vil verða sterkari en aldrei fyrr. Ég er að læra mikið og vinn mikið með teyminu mínu til þess að verða klár aftur. Við munum hugsa þetta og taka réttu ákvörðunina.“

Það er enskur úrslitaleikur framundan í Meistaradeild Evrópu og Mourinho er spenntur fyri úrslitaleiknum.

„Mér líkar vel við þá báða. Þeir eiga báðir skilið eitthvað stórt á þeirra ferli,“ sagði Mourinho.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.