Erlent

Lokadagur Evrópuþingskosninganna í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Maður greiðir atkvæði í Evrópuþingskosningunum í Þýskalandi.
Maður greiðir atkvæði í Evrópuþingskosningunum í Þýskalandi. Vísir/EPA
Kosningunum til Evrópuþingsins sem lýkur í dag er lýst sem baráttu Evrópusinnaðra flokka við þjóðernisflokka sem vilja grafa undan Evrópusambandinu. Um 400.000 milljónir manna hafa kosningarétt og eiga úrslit að leggja fyrir eftir að kjörstöðum lokar klukkan níu í kvöld.Sjö ríki af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa þegar haldið kosningar til Evrópuþingsins, þar á meðal Bretland sem ætlar að ganga úr sambandinu á næstunni. Þar er sérstakur áhugi á hvert fylgi Evrópusinna annars vegar og andstæðinga aðildar hins vegar reynist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Víða um Evrópu hafa popúlískir þjóðernisflokkar sótt að miðflokkum sem hafa verið áhrifamiklir á Evrópuþinginu. Þannig gekk Bandalagið, ítalski hægriöfgaflokkurinn sem situr í ríkisstjórn, í bandalag skoðanasystkini í Sönnum Finnum í Finnland, Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) og danska Þjóðarflokknum fyrir kosningarnar. Þeir eiga það sameiginlegt að boða harða stefnu í innflytjendamálum.Merki hafa verið um aukna kjörsókn í sumum ríkjum. Í Frakklandi var kjörsókn rúm 19% í hádeginu, marktækt meiri en í kosningnum 2014 þegar 15,70% höfðu greitt atkvæði á sama tíma dags.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.