Fimm millistjórnendum sagt upp hjá Sýn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2019 11:48 Úr höfuðstöðvum Sýnar við Suðurlandsbraut, útvarpshljóðver á vinstri hönd. Sýn Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá Sýn komust til framkvæmda í morgun. Sem liður í breytingunum var fimm millistjórnendum sagt upp og hafa uppsagnir þeirra þegar tekið gildi. Í pósti Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, sem hann sendi starfsmönnum í dag segir hann að breytingarnar séu þó á „engan hátt áfellisdómur yfir starfi þeirra.“ Aðeins sé um að ræða breytingar á fyrirtækinu. „Við erum að bæta viðmót okkar gagnvart viðskiptavinum og í því augnamiði þurfum við að einfalda reksturinn og bæta upplifun viðskiptavinanna. Ástæða breytinganna er því einungis breytt skipulag innanhúss,“ skrifar Heiðar, sem nefnir millistjórnendurna fimm ekki á nafn í pósti sínum. Um er að ræða þá Ágúst Héðinsson, forstöðumann miðla, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, sölustjóra, Guðfinn Sigurvinsson, samskiptastjóra, Guðjón Helga Egilsson, verkefnastjóra og Svan Valgeirsson, auglýsingastjóra. Í samtali við Vísi segist Heiðar hafa litlu við póstinn að bæta. Ekki sé þó hægt að tala um breytingarnar sem eiginlegar hagræðingaraðgerðir. „Með þessum breytingum erum við að reyna að auka skilvirkni fyrirtækisins. Fyrir vikið erum við að sameina deildir og þá eru hreinlega of margir stjórnendur,“ segir Heiðar. „Við viljum einfaldlega að flestir þeirra sem eru að vinna hjá okkur séu í því að bæta upplifun viðskiptavina og að færri séu í millistýringu.“ Á döfinni sé frekari stefnumótun fyrirtækisins, þar sem línurnar verða lagðar fyrir rekstur komandi ára. Miklar breytingar hafa orðið í efstu lögum Sýnar á undanförnum mánuðum. Til að mynda er Heiðar sjálfur nýráðinn forstjóri, en rétt rúmur mánuður er síðan hann settist í forstjórastólinn. Þá er ný framkvæmdastjórn Sýnar samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Markaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. 15. maí 2019 16:49