Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 16:49 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut Vísir/Hanna Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar
Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03
Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent