Vandamálið við þriðja orkulagabálk Evrópusambandsins útskýrt á tveimur mínútum Haraldur Ólafsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Óljóst er hvers vegna Ísland ætti að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Í því sambandi hefur tvennt einkum verið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orkumarkaðinn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evrópusambandið í þessu máli spilla EES-samningnum. Að ætla sér að bæta markað á Íslandi með því að fela stjórnvaldið erlendu ríkjasambandi sem Ísland á enga aðild að er eins og að laga til í blaðagrind með því að kveikja í blöðunum. Enginn veit hversu mikið mun brenna áður en yfir lýkur. Það má gera ótal afturkræfar tilraunir með raforkumarkað á Íslandi, en framsal valds til útlanda getur á hinn bóginn tekið árhundruð að endurheimta og enginn getur séð fyrir hvernig hinn erlendi aðili mun fara með valdið hverju sinni. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar. Gert er ráð fyrir að ríki geti hafnað lagabálkum af þessu tagi og verði það gert leiðir það til þess að málið verði tekið upp á ný á vettvangi EES og Evrópusambandsins. Öll rök hníga að því að þar muni menn komast að því að ástæðulaust sé að Ísland gangist undir orkulöggjöfina. Norðmenn hafa hafnað Evrópulöggjöf um póst og hafði það vitaskuld engin áhrif á EES-samninginn. Fari svo að orkubálkurinn verði samþykktur er ljóst að þrýstingur á að Ísland segi sig frá EES-samningnum mun aukast verulega. Vinir EES-samningsins ættu að hafa það í huga. Hvert er vandamálið? Í Orkubálknum felst framsal valdheimilda til erlends ríkjasambands, stofnunar þess (ACER) og embættismanns (landsreglara), þar með talið sektarheimildir. Þessir aðilar heyra undir erlent stjórnvald. Það kann að vera Íslandi velviljað á stundum, en enginn veit hver þar stjórnar eftir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla framtíð aðilar við stjórnvölinn sem þykir nokkurs virði að á Íslandi þrífist samfélag. Sterkar líkur standa til þess að fyrrnefnd embætti muni beita sér í þágu sæstrengs, uppskiptingu og sölu Landsvirkjunar. Enginn veit hvernig þessir erlendu aðilar munu beita valdi sínu í framtíðinni, en það er ekki í höndum Íslendinga að ákveða hvar mörk þess valds liggja. Eru ekki skotheldir fyrirvarar um allt mögulegt og ómögulegt? Enginn veit hversu lengi og hversu vel fyrirvarar halda. Af greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns sem og af álitsgerð Hans Örebechs lagaprófessors er rík ástæða til að ætla að fyrirvararnir muni ekki halda til morguns. Hvað er til ráða? Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Óbornar kynslóðir Íslendinga eiga það inni hjá okkur að við skilum þeim sömu auðlindum og við þáðum frá foreldrum okkar og að þær verði um aldur og ævi nýttar fólkinu í landinu til hagsbóta. Haraldur Ólafsson einn stofnenda Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Haraldur Ólafsson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Óljóst er hvers vegna Ísland ætti að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Í því sambandi hefur tvennt einkum verið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orkumarkaðinn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evrópusambandið í þessu máli spilla EES-samningnum. Að ætla sér að bæta markað á Íslandi með því að fela stjórnvaldið erlendu ríkjasambandi sem Ísland á enga aðild að er eins og að laga til í blaðagrind með því að kveikja í blöðunum. Enginn veit hversu mikið mun brenna áður en yfir lýkur. Það má gera ótal afturkræfar tilraunir með raforkumarkað á Íslandi, en framsal valds til útlanda getur á hinn bóginn tekið árhundruð að endurheimta og enginn getur séð fyrir hvernig hinn erlendi aðili mun fara með valdið hverju sinni. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar. Gert er ráð fyrir að ríki geti hafnað lagabálkum af þessu tagi og verði það gert leiðir það til þess að málið verði tekið upp á ný á vettvangi EES og Evrópusambandsins. Öll rök hníga að því að þar muni menn komast að því að ástæðulaust sé að Ísland gangist undir orkulöggjöfina. Norðmenn hafa hafnað Evrópulöggjöf um póst og hafði það vitaskuld engin áhrif á EES-samninginn. Fari svo að orkubálkurinn verði samþykktur er ljóst að þrýstingur á að Ísland segi sig frá EES-samningnum mun aukast verulega. Vinir EES-samningsins ættu að hafa það í huga. Hvert er vandamálið? Í Orkubálknum felst framsal valdheimilda til erlends ríkjasambands, stofnunar þess (ACER) og embættismanns (landsreglara), þar með talið sektarheimildir. Þessir aðilar heyra undir erlent stjórnvald. Það kann að vera Íslandi velviljað á stundum, en enginn veit hver þar stjórnar eftir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla framtíð aðilar við stjórnvölinn sem þykir nokkurs virði að á Íslandi þrífist samfélag. Sterkar líkur standa til þess að fyrrnefnd embætti muni beita sér í þágu sæstrengs, uppskiptingu og sölu Landsvirkjunar. Enginn veit hvernig þessir erlendu aðilar munu beita valdi sínu í framtíðinni, en það er ekki í höndum Íslendinga að ákveða hvar mörk þess valds liggja. Eru ekki skotheldir fyrirvarar um allt mögulegt og ómögulegt? Enginn veit hversu lengi og hversu vel fyrirvarar halda. Af greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns sem og af álitsgerð Hans Örebechs lagaprófessors er rík ástæða til að ætla að fyrirvararnir muni ekki halda til morguns. Hvað er til ráða? Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Óbornar kynslóðir Íslendinga eiga það inni hjá okkur að við skilum þeim sömu auðlindum og við þáðum frá foreldrum okkar og að þær verði um aldur og ævi nýttar fólkinu í landinu til hagsbóta. Haraldur Ólafsson einn stofnenda Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun