Viðskipti innlent

Hulda Ragnheiður kjörin formaður FKA

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, var kjörin formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á aðalfundi félagsins í gær. Í framboði til formanns var einnig Rakel Sveinsdóttir, fyrrum formaður FKA, sem sóttist eftir endurkjöri.

Í tilkynningu sem barst vegna formannskjörsins segir jafnframt að í framboði til stjórnar hafi verið sjö konur sem sóttust eftir þremur sætum til tveggja ára og tveimur sætum til eins árs.

Þær Sigríður Hrund Pétursdóttir, Ragnheiður Aradóttir og Áslaug Gunnlaugsdóttir voru kjörnar til stjórnarsetu til tveggja ára á meðan þær Hulda Bjarnadóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvík voru kjörnar til eins árs. Að auki situr Lilja Bjarnadóttir í stjórn, en hún var kjörin til tveggja ára árið 2018.
Haft er eftur Huldu Ragnheiði, nýkjörnum formanni, í tilkynningunni að hún sé þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk frá félagskonum.

„Það verður spennandi að takast á við krefjandi verkefni í samstarfi við þær öflugu konur sem gefið hafa kost á sér til starfa í nefndum, deildum og stjórn félagsins. Ég hlakka til að fá tækifæri til að virkja enn fleiri konur til þátttöku, bæði í núverandi verkefnum og þeim verkefnum sem kynnt verða til leiks þegar nýtt starfsár hefst,“ segir Hulda.

Stjórn FKA 2019 – 2020: Áslaug Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Lilja Bjarnadóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir en á myndina vantar Huldu Bjarnadóttur og Margréti Jónsdóttur Njarðvík.

Tengdar fréttir

FKA stefnir að auknu jafnvægi í íslensku atvinnulífi

Félag kvenna í atvinnulífinu er fyrir kvenkyns stjórnendur og leiðtoga og stefnir að auknu jafnvægi í íslensku atvinnulífi. Félagið hélt viðurkenningarhátíð í gærkvöldi og ætlar að fylgja #metoo eftir með aðgerðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.