Innlent

Gæðunum mis­skipt í veðrinu

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi.
Spáð er rigningu á Suður- og Vesturlandi. Veðurstofan
Íbúar á Norðausturlandi eiga von á góðu í dag þar sem spáð er þurru og björtu veðri með hita upp í átján til tuttugu gráður þar sem verður hlýjast.

Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir austan átta til þrettán metrum á sekúndu þar sem spáð er rigningu með köflum á Suður og Vesturlandi. Hitinn þar á bilinu átta til þrettán stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Skýjað og sums staðar smá skúrir. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á V-landi. 

Á mánudag: Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða dálítil væta, en styttir upp um kvöldið. Hiti 5 til 12 stig, svalast NA-lands. 

Á þriðjudag: Hæglætisveður, skýjað með köflum og stöku skúrir síðdegis. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast SV-lands. 

Á miðvikudag: Fremur hæg norðaustanátt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en heldu kólnandi veður. 

Á fimmtudag: Útlit fyrir ákveðna og svala norðaustanátt með lítilsháttar vætu á N- og A-landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×