Viðskipti erlent

Viðskiptastríðið getur komið niður á hagkerfi heimsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vísir/EPA
Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, varar við því að áframhaldandi viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína feli í sér hættu fyrir framtíðarhorfur hagkerfis heimsins ef lausn finnst ekki brátt.Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa skipst á að leggja innflutningstolla á vörur hvor annars undanfarin misseri. Síðast á mánudag svöruðu Kínverjar fyrir sig eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði lagt tolla á kínverskar vörur að andvirði um 200 milljarða dollara. Í vikunni lýsti Trump svo yfir neyðarástandi sem var talið beinast sérstaklega að Huawei og öðrum kínverskum tæknifyrirtækjum.Lagarde var spurð út í viðskiptastríðið í heimsókn hennar í Úsbekistan í dag. Þar lýsti hún spennunni á milli Kína og Bandaríkjanna áhættu, að sögn Reuters-fréttastofunnar.„Ef ekki verður leyst úr þessari spennu er það klárlega áhætta í framhaldinu,“ sagði hún.


Tengdar fréttir

Hóta hefndum vegna Huawei-banns

Bandaríkjaforseti mun setja bann við viðskiptum við kínverska tæknirisann Huawei með nýrri forsetatilskipun. Utanríkisráðuneyti Kína kveðst undirbúa gagnaðgerðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.