Handbolti

Alfreð stýrði Kiel til Evrópubikars

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kiel er handhafi EHF bikarsins í ár
Kiel er handhafi EHF bikarsins í ár vísir/getty
Alfreð Gíslason heldur áfram að safna titlum á síðasta tímabili sínu með Kiel en lærisveinar hans unnu Füchse Berlin í úrslitaleik EHF bikarsins í dag.

Refirnir frá Berlín voru með yfirhöndina í upphafi leiks en Kiel tók forystuna 5-4 þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af leiknum.

Kiel hélt yfirhöndinni út fyrri hálfleik og tóku 4-0 áhlaup undir lok hálfleiksins, staðan í hálfleik 16-10 fyrir Kiel.

Berlínarliðið náði aldrei að vinna það forskot almennilega niður og endaði leikurinn með 26-22 sigri Kiel.

Niclas Ekberg var markahæstur hvítra Kielmanna með sjö mörk. Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Refunum með sex mörk úr sex skotum.

Alfreð Gíslason hættir með Kiel eftir tímabilið en hann hættir með stæl. Hann er nú þegar kominn með bikarmeistaratitil, nú Evrópubikar, og á enn möguleika á að vinna Bundesliguna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×