Körfubolti

Jón Axel æfir hjá Sacramento Kings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel átti frábært tímabil með Davidson í vetur.
Jón Axel átti frábært tímabil með Davidson í vetur. vísir/getty

Jón Axel Guðmundsson æfir hjá NBA-liðinu Sacramento Kings á morgun.

Þetta er fyrsta æfingin sem Sacramento heldur fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar sem Jón Axel gefur kost á sér í.

Auk Jóns Axels fá fimm aðrir leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna hjá Sacramento á morgun.

Jón Axel lék einkar vel með Davidson á nýafstöðnu tímabili. Hann var m.a. valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðilsins sem Davidson leikur í. Hann var einnig valinn í úrvalslið A10.

Grindvíkingurinn skoraði 16,9 stig, tók 7,3 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Davidson í vetur.

Nýliðaval NBA-deildarinnar fer fram í Barclays Center í Brooklyn 20. júní.

NBA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.