Körfubolti

Jón Axel setur stefnuna á nýliðaval NBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Axel fyrr í vetur.
Jón Axel fyrr í vetur. vísir/getty

Körfuboltakappinn Jón Axel Guðmundsson hefur ákveðið að reyna að komast inn í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar.

Jón Axel hefur farið á kostum með Davidson háskólanum á síðustu tímabilum en hann hefur verið einn lykilmaður skólans í sterkri deild í Bandaríkjunum.

Grindvíkingurinn hefur verið valinn í hvert stjörnuliðið á fætur öðru en hann greinir frá því á Instagram-síðu sinni að hann ætli að láta á það reyna að komast inn í NBA-nýliðavalinu.
Jón Axel segir að hann hafi tekið ákvörðunina eftir ítarlegt samtal við fjölskylduna sína og þjálfara. Gangi það ekki eftir mun hann snúa til baka í Davidson háskólann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.