Handbolti

Sigvaldi frábær er Elverum tryggði titilinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi.
Sigvaldi í leik með íslenska landsliðinu á HM í Danmörku og Þýskalandi. vísir/getty
Sigvaldi Björn Guðjónsson átti frábæran leik þegar Elverum tryggði sér norska meistaratitilinn í handbolta með sigur á Arendal.Sigvaldi var markahæstur í liði Elverum með átta mörk úr níu skotum. Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað.Elverum vann leikinn 31-28 eftir að hafa verið 15-10 yfir í hálfleik.Þetta var þriðji leikurinn í úrslitaeinvíginu sem Elverum vann 3-0 og er Noregsmeistari. Þá gefur titillinn sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.