Körfubolti

Capers er hugsanlega handleggsbrotinn | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Capers á ferðinni gegn KR.
Capers á ferðinni gegn KR. vísir/daníel þór
ÍR varð fyrir miklu áfalli í leiknum gegn KR í gær er stjarna liðsins, Kevin Capers, meiddist og nú er óvissa um hvort hann geti spilað oddaleikinn annað kvöld.

Hann lenti í gólfinu undir lok leiksins í gær en ekki var að sjá í fyrstu að neitt alvarlegt hefði gerst. Er hann fór svo á línuna mátti augljóslega sjá að honum var illt í hendinni og er óttast að hann sé handleggsbrotinn.

„Kevin fer í röntgenmyndatöku í hádeginu og við ættum að vita seinni partinn hvort hann sé handleggsbrotinn eða ekki,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, við Vísi.

„Kevin heldur að höndin sé ekki brotin en líklegt að það séu einhverjar skemmdir á liðböndum. Við munum sjá hver staðan verður. Við munum reyna að láta hann spila ef hann getur en ef sársaukinn er of mikill þá mun hann augljóslega ekki spila. Heilsan gengur fyrir en við vonum það besta.“

Borche segir augljóst að Capers spili ekki ef hann sé handleggsbrotinn. Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir ÍR-liðið ef hann getur ekki spilað. Það verður þó aldrei nein uppgjöf hjá ÍR-ingum.

„Auðvitað yrði það mikill skellur fyrir okkur að missa hann. Við munum samt mæta í KR-heimilið með það að markmiði að vinna. Það er engu að tapa og við munum gefa gjörsamlega allt sem við eigum.“

Hér að neðan má sjá atvikið er Capers meiðist í gær og er hann kveinkar sér á vítalínunni.



Klippa: Kevin Capers meiðist gegn KR

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×