Körfubolti

Boyd valinn bestur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bpyd í leiknum í kvöld.
Bpyd í leiknum í kvöld. vísir/daníel þór

Julian Boyd, leikmaður KR, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins gegn ÍR.

Boyd skoraði 21 stig og tók tíu fráköst þegar KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með öruggum sigri á ÍR, 98-70, í oddaleik í kvöld.

Í úrslitaeinvíginu var Boyd með 19,6 stig, 9,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þessi 29 ára Bandaríkjamaður reyndist KR frábærlega í vetur og var stigahæsti leikmaður liðsins með 22,0 stig að meðaltali í leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.