Handbolti

Unnu handboltaleik 93-0

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Ótrúlegar lokatölur sáust í leik U19 ára liða Úsbekistan og Kirgistan í handbolta kvenna sem fram fór um helgina en Úsbekar unnu nokkuð öruggan sigur, 93-0.

Liðin eru að keppa í IHF-bikarnum sem er mót sem að Alþjóðahandknattleikssambandið heldur í Ulan Bator í Mongólíu en Úsebekistan, Kirkistan, Tadjíkistan, Túrkmenistan og heimamönnum frá Mongólíu var boðið að taka þátt.

Fyrsti leikur mótsins var þessi U19 ára kvennaleikur Úsbeka og Kirgistan sem að Úsbekar gjörsamlega rúlluðu upp með því að skora 93 mörk á móti engu en óhætt er að fullyrða að aldrei áður hafi aðrar eins tölur sést.

Sænska vefsíðan Handbollskanalen rifjar upp úrslit á botð við 86-31 í leik Barein og Indlands á ungmennamóti í Asíu og 94-16 sigur Brasilíu gegn Ekvador á öðru ungmennamóti árið 2014. 93-0 er aftur á móti eitthvað sem enginn hefur séð áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×