Fótbolti

Enginn vill kaupa Bale svo Real neyðist til að lána hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale gæti yfirgefið Spán.
Bale gæti yfirgefið Spán. vísir/getty
Real Madrid er áhugasamt um að selja vængmanninn Gareth Bale frá félaginu í sumar en fá lið eru sögð áhugasöm um að kaupa Wales-verjann.


Marca greinir frá þessu á vef sínum í dag en Bale hefur átt erfitt uppdráttar á þessari leiktíð þrátt fyrir að hafa spilað stórt hlutverk í sigurleiknum gegn Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Bale hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu en nú segir Marca frá því að ekkert lið sé tilbúið að borga verðið sem Evrópumeistararnir vilja fá fyrir Bale.





Nú hafa þeir brugðið upp á því að bjóða féögum að fá hann að láni en Bale er með samning til 2022 eftir að hafa skrifað undir nýjan samning undir lok ársins 2016.

Manchester United hefur verið orðað við Wales-verjann en óvíst er hvað verður um hann í sumar. Reiknar er með því að Zinedine Zidane taki verulega til hjá þreföldum Evrópumeisturunum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×