Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri hættir hjá VÍS

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eftir brotthvarf Ólafs Lúthers verða fimm í framkvæmdastjórn VÍS en ekki sex eins og áður.
Eftir brotthvarf Ólafs Lúthers verða fimm í framkvæmdastjórn VÍS en ekki sex eins og áður. Fréttablaðið/Anton Brink

Ólafur Lúther Einarsson, framkvæmdastjóri Kjarnastarfsemi VÍS, hefur ákveðið að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallarinnar.

Samhliða hafa verið gerðar breytingar á skipuriti félagsins og fækkar um einn í framkvæmdastjórn. Sviðið Fjárfestingar og rekstur verður lagt niður og dreifast verkefni þess á önnur svið. Fjárfestingar færast á Skrifstofu forstjóra og fjármálastjórn verður í Kjarnastarfsemi undir stjórn Valgeirs M. Baldurssonar.

Í framkvæmdastjórn eru auk Helga Bjarnasonar forstjóra, Anna Rós Ívarsdóttir, Guðný Helga Herbertsdóttir, Hafdís Hansdóttir og Valgeir M. Baldursson. Breytt skipurit tekur gildi í dag.

Ólafur lætur samhliða af störfum en hann hefur starfað hjá VÍS frá árinu 2002, fyrst sem lögmaður á tjónasviði, svo sem yfirlögfræðingur og ritari stjórnar frá 2010 til 2017, en að lokum sem framkvæmdastjóri frá september 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
2,53
12
184.232
ICEAIR
2
25
218.726
TM
1,64
3
40.650
SYN
1,48
8
74.284
ORIGO
1,12
4
39.306

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,09
2
14.507
REGINN
-0,99
4
62.307
EIM
-0,81
1
173
HEIMA
-0,79
2
42.030
SIMINN
-0,68
3
11.947
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.