Handbolti

Óðinn á skotskónum í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð.
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/bára

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í þriggja marka sigri GOG á Skanderborg í úrslitakeppninni í danska handboltanum í kvöld, 29-26.

Óðinn og félagar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir voru 15-11 yfir í hálfleik og ekki margt sem benti til þess að leikurinn yrði spennandi.

Í síðari hálfleik komu gestirnir hins vegar sterkir til leiks og voru fljótlega búnir að jafna. Þeir voru svo komnir tveimur mörkum yfir áður.

Þá steig GOG aftur á bensíngjöfina og vann að lokum þriggja marka sigur, 29-26, en Óðinn kom lítið við sögu síðustu tíu mínútur leiksins eftir að hafa fengið tveggja mínútna brottvísun er tólf mínútur voru eftir.

GOG er því komið með sex stig á toppi riðilsins og er á góðri leið með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en tvö efstu liðin í hvorum riðli fyrir sig fara í undanúrslit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.