Viðskipti innlent

365 miðlar vilja hluthafafund í Skeljungi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skeljungur er víða.
Skeljungur er víða. Fréttablaðið/GVA

365 miðlar hf., félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar í Skeljungi. Setja á stjórnarkjör á dagskrá.

Félag Ingibjargar keypti nýverið 10,01 prósent hlut í Skeljungi en í tilkynningu Skeljungs til kauphallar segir að 365 miðlar telji að „vegna talsverðra breytinga sem orðið hafa í hluthafahópi félagsins nýverið sé rétt að umboð stjórnar verði endurnýjað.“

Samkvæmt lögum um hlutafélög sem og samþykktum Skelkungs skal boða til hluthafafundar ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 5 prósent hlutafjárins, krefjast þess skriflega og greina um ástæður þess. Samkvæmt sömu greinum hefur stjórn 14 daga til að senda út fundarboð.

Stjórn félagsins mun nú undirbúa boðun hluthafafundar.

365 miðlar var þangað til nýverið fjölmiðlafyrirtæki sem átti meðal annars fjölmiðla á borð við Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Sýn keypti stærstan hluta fjölmiðla í desember 2017 og er 365 miðlar nú að mestu fjárfestingarfélag.

Athygli vakti fyrr á árinu þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, vildi komast í stjórn Haga en Ingibjörg átti þá um fimm prósenta hlut í Högum í gegnum félög sín. Eftir að það gekk ekki eftir beindu þau sjónum sínum að Skeljungi um leið og þau seldu í Högum.


Tengdar fréttir

Selur í Högum og kaupir í Skeljungi

Félagið 365 miðlar, sem er í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, er komið með 7,67 prósenta hlut í Skeljungi. Markaðsvirði hlutarins nemur um 1.300 milljónum króna.

Selja í Sýn og kaupa í Högum

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.