Viðskipti innlent

Jón Ásgeir ekki kjörinn í stjórn Haga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir hefur aukið hlut sinn í Högum að undanförnu. Þrátt fyrir það hlaut Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndarinnar.
Ingibjörg Pálmadóttir hefur aukið hlut sinn í Högum að undanförnu. Þrátt fyrir það hlaut Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndarinnar. VÍSIR/VILHELM
Frambjóðendurnir sem tilnefninganefnd Haga hf. mælti með í aðdraganda hluthafafundarins í dag náðu allir kjöri.

Eins og greint var frá fyrir viku síðan er um að ræða þau Davíð Harðarson, Eirík S. Jóhannsson, Ernu Gísladóttur, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur og Stefán Árna Auðólfsson. Davíð, Stefán og Erna voru endurkjörin en Katrín Olga og Eiríkur koma ný inn í stjórnina.

Sjá einnig: 0,05 prósenta hlut vantaði upp á

Í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar kemur fram að nýja stjórnina hafi haldið stjórnarfund að hlutahafafundinum loknum þar sem hún skipti með sér verkum. Erna Gísladóttir var kjörin formaður stjórnar og Davíð Harðarson varaformaður stjórnar.

Auk þessara fimm voru þrír aðrir í framboði; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og Sandra Hlíf Ocares, lögfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.  Eins og fyrri upptalning gefur til kynna náðu þau ekki kjöri.


Tengdar fréttir

Jón Ásgeir vill í stjórn Haga

Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar.

0,05 prósenta hlut vantaði upp á

Aðeins vantaði 0,05 prósenta hlut upp á til þess að krafa félaga í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra Torgs, og fleiri hluthafa Haga um að margfeldiskosningu yrði beitt við stjórnarkjör smásölurisans næði fram að ganga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×