Viðskipti innlent

Ingibjörg að verða stærsti hluthafinn í Skeljungi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir, fjárfestir, og eiginmaður hennar Jón Ásgeir Jóhannesson.
Ingibjörg Pálmadóttir, fjárfestir, og eiginmaður hennar Jón Ásgeir Jóhannesson. VÍSIR/VILHELM

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem segir að hlutur 365 miðla í Skeljungi sé nú 4,32 prósent.

Hins vegar verður hluturinn rétt rúmlega 10 prósent nýti 365 miðlar sér tvo framvirka samninga sem renna út í lok apríl annars vegar upp á 4,65 prósent og lok maí hins vegar upp á rúmlega eitt prósent.

Ingibjörg mun eftir viðskiptin eiga 215 milljón hluti í Skeljungi sem svarar til rúmlega 1,7 milljarða króna sé miðað við gengið á bréfum í Skeljungi í dag.

Lífeyrissjóðurinn Gildi er stærsti einstaki hluthafinn í Skeljungi með 9,2 prósenta hlut.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.