Selja í Sýn og kaupa í Högum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2018 10:25 Ingibjörg Pálmadóttir á 90 prósenta hlut í Fréttablaðinu. Vísir/Vilhelm 365 miðlar hafa selt allan hlut sinn í Sýn, tæplega 11 prósenta hlut, fyrir tæpa tvo milljarða króna og keypt ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða króna. Gengið var frá viðskiptunum í morgun að því er Fréttablaðið greinir frá og vísar í heimildir. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. sem aftur eiga Torg ehf, útgáfufélag Fréttablaðsins. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. 365 miðlar eignuðust hlut sinn í Sýn þegar að Sýn keypti stærstan hluta 365 miðla, að undanskildu Fréttablaðinu og tískutímaritinu Glamour í fyrra. Samkeppniseftirlitið setti Ingibjörgu þau skilyrði að hún yrði innan tiltekins tíma að selja hlut sinn í Sýn eða Torgi. Hjónin fengu á dögunum Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Fréttablaðinu. Nú, tæpum tveimur vikum síðar, hafa þau samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, ákveðið að selja hlut sinn í Sýn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins seldi Ingibjörg 32.380 þúsund hluti í Sýn á genginu 61,5 krónur á hlut fyrir um 1.991 milljón króna. Þá keypti hún 36.900 þúsund hluti í Högum - ríflega þriggja prósenta hlut - á genginu 47,5 krónur á hlut. Nam kaupverðið þannig 1.753 milljónum króna. Félög tengd Ingibjörgu áttu fyrir yfir tveggja prósenta hlut í Högum, einkum í gegnum fjármögnun hjá Kviku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðskiptin hafa ekki verið tilkynnt til Kauphallarinnar þegar þetta er skrifað. Hins vegar má sjá að viðskipti með bréf í Sýn námu í morgun rúmum tveimur milljörðum króna en viðskiptum með bréf tæplega 1,9 milljörðum króna.Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ingibjörg Pálmadóttir bætir við hlut sinn í 365 miðlum Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. 24. janúar 2018 08:00 Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Þurfa annaðhvort að selja hlut sinn í Sýn eða Fréttablaðinu. 20. september 2018 06:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
365 miðlar hafa selt allan hlut sinn í Sýn, tæplega 11 prósenta hlut, fyrir tæpa tvo milljarða króna og keypt ríflega þriggja prósenta hlut í Högum fyrir hátt í 1,8 milljarða króna. Gengið var frá viðskiptunum í morgun að því er Fréttablaðið greinir frá og vísar í heimildir. Félög í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiga um 90 prósenta hlut í 365 miðlum hf. sem aftur eiga Torg ehf, útgáfufélag Fréttablaðsins. Ingibjörg er forstjóri 365 miðla en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, hefur tekið virkan þátt í rekstrinum undanfarin ár. 365 miðlar eignuðust hlut sinn í Sýn þegar að Sýn keypti stærstan hluta 365 miðla, að undanskildu Fréttablaðinu og tískutímaritinu Glamour í fyrra. Samkeppniseftirlitið setti Ingibjörgu þau skilyrði að hún yrði innan tiltekins tíma að selja hlut sinn í Sýn eða Torgi. Hjónin fengu á dögunum Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Fréttablaðinu. Nú, tæpum tveimur vikum síðar, hafa þau samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, ákveðið að selja hlut sinn í Sýn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins seldi Ingibjörg 32.380 þúsund hluti í Sýn á genginu 61,5 krónur á hlut fyrir um 1.991 milljón króna. Þá keypti hún 36.900 þúsund hluti í Högum - ríflega þriggja prósenta hlut - á genginu 47,5 krónur á hlut. Nam kaupverðið þannig 1.753 milljónum króna. Félög tengd Ingibjörgu áttu fyrir yfir tveggja prósenta hlut í Högum, einkum í gegnum fjármögnun hjá Kviku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðskiptin hafa ekki verið tilkynnt til Kauphallarinnar þegar þetta er skrifað. Hins vegar má sjá að viðskipti með bréf í Sýn námu í morgun rúmum tveimur milljörðum króna en viðskiptum með bréf tæplega 1,9 milljörðum króna.Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ingibjörg Pálmadóttir bætir við hlut sinn í 365 miðlum Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. 24. janúar 2018 08:00 Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Þurfa annaðhvort að selja hlut sinn í Sýn eða Fréttablaðinu. 20. september 2018 06:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Ingibjörg Pálmadóttir bætir við hlut sinn í 365 miðlum Félagið Apogee, sem er í eigu félaga á vegum Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, hefur keypt 14,5 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I í A-flokki í fjölmiðlafyrirtækinu. 24. janúar 2018 08:00
Ingibjörg og Jón Ásgeir kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu Þurfa annaðhvort að selja hlut sinn í Sýn eða Fréttablaðinu. 20. september 2018 06:30