ESA borgar sig Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opinbera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er margvísleg starfsemi, allt frá hugbúnaðarþróun að jarðfræði og veðurrannsóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjárframlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ræða formanns Afstöðu á 20 ára afmælisráðstefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opinbera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er margvísleg starfsemi, allt frá hugbúnaðarþróun að jarðfræði og veðurrannsóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjárframlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun