Golf

Köflótt hjá Valdísi í Marokkó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. vísir/getty

Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta hringinn í Marókkó á 76 höggum en hún er þar á móti sem er liður af Evrópumótaröð kvenna.

Valdís lék fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari en hún fékk tvo fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla er hún lék fimmtándu holuna á sjö höggum.

Skagakonan er í 62. sætinu og er tíu höggum á eftir Linu Boqvist frá Svíþjóð sem er í forystunni eftir fyrsta hring á mótinu.

Valdís er í fyrsta hollinu sem fer út snemma í fyrramálið en hún er í holli með Rochelle Morris frá Englandi og Kelsey Macdonald frá Skotlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.