Viðskipti innlent

Landlæknir fær aðstoðarmann af Fréttablaðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kjartan Hreinn Njálsson hefur ekki aðeins vakið athygli í sjónvarpi heldur jafnframt fyrir áhuga á öllu vísindatengdu, sem hefur kristallast í skrifum hans í Fréttablaðinu á undanförnum árum. Hér er hann t.a.m. með þrívíddarskönnun af sjálfum sér.
Kjartan Hreinn Njálsson hefur ekki aðeins vakið athygli í sjónvarpi heldur jafnframt fyrir áhuga á öllu vísindatengdu, sem hefur kristallast í skrifum hans í Fréttablaðinu á undanförnum árum. Hér er hann t.a.m. með þrívíddarskönnun af sjálfum sér. FBL/Stefán.
Kjartan Hreinn Njálsson lætur senn af störfum sem einn ritstjóra Fréttablaðsins og tekur við starfi aðstoðarmanns Landlæknis, Ölmu Möller.

Kjartan hóf fjölmiðlaferil sinn á Vísi fyrir um sjö árum. Þaðan lá leið hans í sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 áður en hann tók svo við stöðu aðstoðarritstjóra hjá Fréttablaðinu sumarið 2017. Hann hefur síðan gegnt stöðu ritstjóra samhliða Ólöfu Skaftadóttur frá því í fyrrasumar.

„Ég hef því eiginlega verið að vinna mig frá þessum „nýju og spennandi miðlum“ yfir á þá „gömlu og deyjandi,“ sagði Kjartan Hreinn í spjalli við Vísi fyrr í mánuðinum.

Kjartan er ekki sá eini sem setið hefur í ritstjórastól Fréttablaðsins og er orðinn aðstoðarmaður hjá ríkisstofnun. Andri Ólafsson, sem lengi var fréttamaður á Vísi og Stöð 2 og síðar aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu, var á dögunum ráðinn aðstoðarmaður og upplýsingafulltrúi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands.

Embætti landlæknis flytur starfsemi sína tímabundið á Rauðarárstíg 10 í næstu viku vegna mygluvanda í fyrra húsnæði við Barónstíg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×