Viðskipti innlent

Landlæknir fær aðstoðarmann af Fréttablaðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kjartan Hreinn Njálsson hefur ekki aðeins vakið athygli í sjónvarpi heldur jafnframt fyrir áhuga á öllu vísindatengdu, sem hefur kristallast í skrifum hans í Fréttablaðinu á undanförnum árum. Hér er hann t.a.m. með þrívíddarskönnun af sjálfum sér.
Kjartan Hreinn Njálsson hefur ekki aðeins vakið athygli í sjónvarpi heldur jafnframt fyrir áhuga á öllu vísindatengdu, sem hefur kristallast í skrifum hans í Fréttablaðinu á undanförnum árum. Hér er hann t.a.m. með þrívíddarskönnun af sjálfum sér. FBL/Stefán.

Kjartan Hreinn Njálsson lætur senn af störfum sem einn ritstjóra Fréttablaðsins og tekur við starfi aðstoðarmanns Landlæknis, Ölmu Möller.

Kjartan hóf fjölmiðlaferil sinn á Vísi fyrir um sjö árum. Þaðan lá leið hans í sjónvarpsfréttir Stöðvar 2 áður en hann tók svo við stöðu aðstoðarritstjóra hjá Fréttablaðinu sumarið 2017. Hann hefur síðan gegnt stöðu ritstjóra samhliða Ólöfu Skaftadóttur frá því í fyrrasumar.

„Ég hef því eiginlega verið að vinna mig frá þessum „nýju og spennandi miðlum“ yfir á þá „gömlu og deyjandi,“ sagði Kjartan Hreinn í spjalli við Vísi fyrr í mánuðinum.

Kjartan er ekki sá eini sem setið hefur í ritstjórastól Fréttablaðsins og er orðinn aðstoðarmaður hjá ríkisstofnun. Andri Ólafsson, sem lengi var fréttamaður á Vísi og Stöð 2 og síðar aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu, var á dögunum ráðinn aðstoðarmaður og upplýsingafulltrúi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands.

Embætti landlæknis flytur starfsemi sína tímabundið á Rauðarárstíg 10 í næstu viku vegna mygluvanda í fyrra húsnæði við Barónstíg.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
6,84
7
11.046
ICEAIR
3,1
25
830.036
EIM
1,9
9
136.109
SYN
1,85
9
131.289
SIMINN
1,81
7
296.112

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-0,23
7
347.873
SJOVA
0
8
305.217
MAREL
0
4
10.513
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.