Handbolti

HK í úrslitaeinvígið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pálmi Fannar gerði fjögur mörk í kvöld.
Pálmi Fannar gerði fjögur mörk í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HK er komið í úrslitaleikinn gegn Víkingum um laust sæti í Olís-deild karla á næstu leiktíð eftir sigur á Þrótti, 29-26, í þriðja leik liðanna í kvöld.

Þróttur vann fyrsta leikinn 10-0 eftir að aganefnd dæmdi þeim sigurinn eftir að HK notaði ólöglegan leikmann en HK jafnaði metin í leik tvö.

Kópavogsbúar voru svo sterkari í kvöld í miklum spennuleik. Jafnt var í hálfleik, 13-13, en í síðari hálfleik voru gestirnir úr Kópavogi sterkari.

Blær Hinriksson var markahæstur í liði HK. Hann skoraði átta mörk en næstur kom Bjarki Finnbogason með sex mörk og Pálmi Fannar Sigurðsson með fjögur.

Styrmir Sigurðsson gerði fimm mörk fyrir Þrótt en Óttar Filipp Pétursson gerði fjögur mörk.

HK mætir því Víkingi í úrslitaeinvíginu um laust sæti í Olís-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×