Viðskipti innlent

Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hluti þeirra véla sem bíða á jörðu niðri.
Hluti þeirra véla sem bíða á jörðu niðri. AP/Elaine Thompson

Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle.

Þar á meðal eru þrjár af þeim MAX-vélum sem Icelandair áætlaði að taka í notkun fyrir sumarið. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Woodys Aeroimages birtir á Twitter í gær má meðal annars sjá þessar þrjár flugvélar Icelandair safna ryki þar sem þeim hefur verið komið fyrir á flughlaði í grennd við Boeing Field, þar sem þær eru framleiddar.

„Fjöldi MAX-véla á óvenjulegu stæði við Boeing Field í Seattle,“ er skrifað við myndbandið sem sjá má hér að neðan en fleiri myndir af vélunum, þar á meðal MAX-vélum Icelandair má sjá hér.

Ljóst er að flugbann MAX-vélanna í kjölfar tveggja mannskæra flugslysa hefur haft töluverð áhrif á Icelandair sem kyrrsetti þær þrjár MAX-vélar sem félagið hafði yfir að ráða. Þá verður töf á afhendingu sex MAX-véla sem von var á.

Brást flugfélagið með því að leigja þrjár Boeing 767 breiðþotur auk þess sem flugáætlun félagsins fyrir sumarið var endurskoðuð.

Í frétt Business Insider segir að Boeing hafi þurft að geyma MAX-vélarnar sem framleiddar eru á meðan flugbannið er í gildi á hinum ýmsu stöðum í grennd við verksmiðjuna, og hrannast þær nú upp. Alls eru framleiddar 42 slíkar vélar á mánuði, þrátt fyrir að hægt hafi verið á framleiðslu vegna flugbannsins.

Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja það að flugbanninu verði aflétt en þangað til hrannast vélarnar upp, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.