Viðskipti innlent

Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hluti þeirra véla sem bíða á jörðu niðri.
Hluti þeirra véla sem bíða á jörðu niðri. AP/Elaine Thompson
Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle.

Þar á meðal eru þrjár af þeim MAX-vélum sem Icelandair áætlaði að taka í notkun fyrir sumarið. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Woodys Aeroimages birtir á Twitter í gær má meðal annars sjá þessar þrjár flugvélar Icelandair safna ryki þar sem þeim hefur verið komið fyrir á flughlaði í grennd við Boeing Field, þar sem þær eru framleiddar.

„Fjöldi MAX-véla á óvenjulegu stæði við Boeing Field í Seattle,“ er skrifað við myndbandið sem sjá má hér að neðan en fleiri myndir af vélunum,þar á meðal MAX-vélum Icelandair má sjá hér.

Ljóst er að flugbann MAX-vélanna í kjölfar tveggja mannskæra flugslysa hefur haft töluverð áhrif á Icelandair sem kyrrsetti þær þrjár MAX-vélar sem félagið hafði yfir að ráða. Þá verður töf á afhendingu sex MAX-véla sem von var á.

Brást flugfélagið með því aðleigja þrjár Boeing 767 breiðþoturauk þess sem flugáætlun félagsins fyrir sumarið var endurskoðuð.

Í frétt Business Insidersegir að Boeing hafi þurft að geyma MAX-vélarnar sem framleiddar eru á meðan flugbannið er í gildi á hinum ýmsu stöðum í grennd við verksmiðjuna, og hrannast þær nú upp. Alls eru framleiddar 42 slíkar vélar á mánuði, þrátt fyrir að hægt hafi verið á framleiðslu vegna flugbannsins.

Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja það að flugbanninu verði aflétt en þangað til hrannast vélarnar upp, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×