Valur braut blað í sögunni Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 17:00 Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir lyfta Íslandsbikarnum. Vísir/Daníel Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Valur eignaðist um helgina Íslandsmeistaralið í körfubolta kvenna í fyrsta skipti. Valur bar sigurorð af Keflavík í þriðja leik liðanna í Origo-höllinni að Hlíðarenda og vann einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þar með 3-0. Valur varð enn fremur deildar- og bikarmeistari á leiktíðinni sem var að ljúka. Guðbjörg Sverrisdóttir gekk til liðs við Val árið 2011 og var orðin langeyg eftir því að lyfta þeim stóra en Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í viðureigninni um titilinn síðasta vor. Þá voru hún og Helena Sverrisdóttir systir hennar mótherjar en nú voru þær samherjar. „Þetta var alveg geggjað og mjög langþráð að fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari. Við vorum staðráðnar í að klára þennan leik og það tókst. Við náðum góðu forskoti fljótlega sem við létum ekki af hendi og ég held að það hafi sést á okkur hversu mikið okkur langaði að klára þrennuna með því að vinna stærsta titilinn. Það er gaman að taka þátt í einhverju sem hefur ekki verið gert áður hjá félaginu og taka þátt í að skrifa sögu félagsins,“ segir Guðbjörg um tilfinninguna sem bærðist í brjósti hennar eftir leikinn á laugardaginn. „Umgjörðin og aðbúnaðurinn hjá Val er í hæsta gæðaflokki og það skilar sér í góðri spilamennsku hjá okkur inni á vellinum. Það er allt til alls hérna, nuddari, góður sjúkraþjálfari, góð líkamsræktaraðstaða og mjög fær þjálfari. Þetta skiptir allt máli þegar á hólminn er komið og maður finnur engan mun á því hvort um karla- eða kvennalið er að ræða hjá þessu félagi. Hér er mikið jafnrétti sem er til fyrirmyndar,“ segir hún enn fremur um lykilinn að velgengni Valsliðsins. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, er á svipuðum aldri eða yngri en flestir leikmenn liðsins en Guðbjörg segir það engu máli skipta. Hún segir Darra Frey hafa sýnt það á fyrstu æfingu hversu hæfur og metnaðarfullur þjálfari hann er og aldursbilið aldrei verða honum til trafala. „Darri var með okkur nokkrum í skóla og vissulega pældi maður í þessu þegar hann var kynntur til leiks sem þjálfari hjá okkur. Hann eyddi þeim vangaveltum frá fyrstu kynnum og hann er mjög skipulagður, agaður og klókur þjálfari sem á eftir að ná langt. Hann náði virðingu okkar strax og hefur haldið henni síðan,“ segir Guðbjörg um þjálfara sinn. Guðbjörg leikur eins og áður segir við hlið systur sinnar og hún segir það að sjálfsögðu mjög þægilegt að hafa hana sem liðsfélaga. Eftir að Helena gekk til liðs við Val um miðjan nóvember á síðasta ári tapaði liðið einungis tveimur leikjum í deild og bikar. „Helena er að mínu mati besti leikmaður sem kvennakörfubolti á Íslandi hefur alið af sér og það eru auðvitað bara forréttindi að fá að spila með henni. Við börðumst um titilinn í fyrra og hún vann en nú unnum við saman að því að fá bikarinn á Hlíðarenda. Það heppnaðist og það er ólíkt betri tilfinning. Nú er bara að byggja ofan á þetta á næstu árum,“ segir hún um systur sína og liðsfélaga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira