Handbolti

Sveinn til SönderjyskE

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn í leik með ÍR.
Sveinn í leik með ÍR. vísir/bára
Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið SönderjyskE. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sveinn, sem er 19 ára, er uppalinn hjá Fjölni en gekk í raðir ÍR fyrir þetta tímabil. Í vetur hefur hann skorað 37 mörk 17 leikjum með ÍR í Olís-deildinni. ÍR-ingar enduðu í 7. sæti og mæta Selfyssingum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

„Ég hlakka til að hefja æfingar með liðinu. Næstu þrjú ár verða góð áskorun fyrir mig og fyrir mér er SönderjyskE góður staður til að þroskast sem leikmaður. Ég veit líka að heimavöllur liðsins er góður og þar er jafnan mikil stemmning. Ég hlakka til að spila fyrir framan stuðningsmennina,“ sagði Sveinn í samtali við heimasíðu SönderjyskE.

Sveinn hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var í 28 manna hópi A-landsliðsins fyrir HM í janúar.

Hjá SönderjyskE hittir Sveinn fyrir landa sinn, Arnar Birki Hálfdánsson. SönderjyskE hefur leik í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn eftir landsleikjahléið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×